02/01/2024 | Fræðsla, Fréttir
Samfélag fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum SVÞ, hefur nýtt ár með áhugaverðu erindi undir heitinu:
Lykilþættir lífeyrismála:Er áætlun um starfslok mannauðsmál?
Áætlun um starfslok: Mótun framtíðar með LV
Fyrirlesarar: Hildur Hörn Daðadóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs LV og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri LV.
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk innan SVÞ.
Smellið HÉR fyrir nánari upplýsingar um aðild.
SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU!
22/12/2023 | Fréttir
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Starfsfólk SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés, Benedikt, María, Ragna og Rúna.
20/12/2023 | Fréttir, Greining
Ný skýrsla frá Alþjóðlega efnahagsráðinu [WEF], „Diversity, Equity, and Inclusion Lighthouses 2024“ dregur fram mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis í atvinnulífinu. Skýrslan sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta haft jákvæð áhrif á minnihlutahópa með markvissum aðgerðum.
Hún inniheldur dæmi um vel heppnaðar aðgerðir og árangur þeirra, sem geta þjónað sem fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki. Skýrslan er mikilvæg heimild fyrir þau fyrirtæki sem vilja innleiða svipaðar stefnur og efla fjölbreytni og jafnrétti í eigin starfsemi.
ÞÚ GETUR HLAÐIÐ NIÐUR SKÝRSLUNNI HÉR —> WEF_Diversity_Equity_and_Inclusion_Lighthouses_2024
18/12/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.
Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tekur mið af síðustu mælingu Rannsóknarsetursins [RSV] sem birtist fyrir viku þá lítur þetta bara alveg ágætlega út,“ og bætir við „Í stóru myndinni, 30.000 fetunum eins og maður segir stundum, er stóra breytingin sú að stærri og stærri hluti þessarar svokölluðu jólaverslunar fer fram í nóvember, þetta dreifist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og allir vita, þessir stóru alþjóðlegu viðskiptadagar þar sem tilboðin eru mjög góð og fólk nýtir sér það í æ ríkari mæli,“
Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR –
12/12/2023 | Fréttir, Greinar, Verslun
Kortavelta Íslendinga í nóvember fór uppí 91,64 milljarða króna, sem er hækkun um 5,6% á ári samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar [RSV].
Erlend kortavelta nemur 17,15 milljörðum króna og hækkar um 3,7% á ári.
RSV bendir einnig á í tilkynningu sinni að;
- Netverslun Íslendinga eykst um 15,1% á s.l. 12 mánuðum og er 18 milljarðar króna í nóvember mánuði.
- Kortaverslun í dagvöruverslunin blómstrar líka í nóvember á 23,2 milljörðum krónum, sem er hækkun um 17,2% á ári.
- Fataverslunin nýtir einnig vel af sér, með 4,07 milljörðum króna kortaveltu í nóvember, sem er hækka um 8,8% á ári.
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir reglulega kortaveltugögn á Veltunni, www.veltan.is.
Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
06/12/2023 | Fréttir, Greining, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.
Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.
Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)