25/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Tími stórinnkaupa er að renna upp með svokölluðum ‘Lokkunardögum’. Verðbólga, áframhaldandi vangaveltur um vöruskort, almennar hækkanir á vöruflutningum og almennt ástandið í heiminum.
Í Kastljósi í gærkveldi ræddu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakana um stöðu verslunar í landinu á fordæmalausum tímum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á ALLT VIÐTALIÐ
22/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Umhverfismál
Ölgerðin, sem hefur verið í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni tekur nú enn eitt skrefið í átt að minnka kolefnisspor sitt.
Mbl.is fjallar um markmið Ölgerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Ölgerðin hefur mælt og fylgst náið með losun frá öllum rekstri frá árinu 2015 og hefur á þeim tíma minnkað kolefnisspor sitt um 65%. Fyrirtækið gengur nú enn lengra og hefur lagt í umtalsverða vinnu við að ná utan um kolefnisspor virðiskeðjunnar út frá vísindalegum viðmiðum Science Based Targets.
Niðurstaðan er sú að eigin rekstur Ölgerðarinnar leiðir af sér undir 10% af áhrifum en yfir 90% verða til í aðfangakeðjunni sjálfri. Þannig má nefna að um 35% af kolefnissporinu sem mælist er vegna framleiðslu á umbúðum.
Vilja sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi
„Það er mikilvægt að fyrirtæki komi að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum sett okkur þessi markmið og nú er ekki aftur snúið. Þessu verður náð m.a. með orkuskiptum sem er nú þegar hafið og með því að setja allan kraft í það að bæta ferla fyrirtækisins út frá hringrásahagkerfinu, frá hráefnum og umbúðum til endurvinnslu. Við viljum sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi en Ísland mun aldrei ná loftslagsmarkmiðum sínum nema að fyrirtækin taki þátt,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar
LESIÐ ALLA GREININA HÉR
Mynd: MBL.is
22/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali á Morgunútvarpi RÁSAR 2 í morgun ásamt Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip þar sem þeir töluðu um að enginn vöruskortur væri fyrirsjáanlegur á landinu fyrir jólin.
HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ Á RÁS 2 HÉR
17/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fréttablaðið fjallar í dag um nýjustu könnun Prósent sem fór fram dagana 30.október til 7. nóvember 2021.
Þar kemur m.a. fram að um 92 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru líkleg til að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56 prósent í íslenskum vefverslunum, um 17 prósent í verslunum erlendis og um 27 prósent í erlendum vefverslunum.
HÉR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ALLA FRÉTTINA
16/11/2021 | Fræðsla, Fréttatilkynningar, Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.
Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu og aðalfyrirlesari Sjálfbærnidagsins segir m.a.; „Viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þessari þróun mun aðeins vaxa ásmegin“
Sjálfbærnidagurinn fer fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 frá 09:00 – 12:30 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu.
Í ár er sjónum beint að kolefnishlutleysi.
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU
15/11/2021 | Fréttir, Greiningar, Verslun, Þjónusta
Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag áhugaverða greiningu á kortanotkun á Íslandi í október s.l.
Þar segir m.a.; Heildar greiðslukortavelta í október sl. nam rúmum 94 milljörðum kr. Veltan stóð nánast í stað á milli mánaða en jókst um 35% samanborið við október 2020. Sprenging er á milli ára í innlendri kortaveltu tengdri tónleikum, leikhúsi, kvikmyndasýningum og viðburðum.
Um kortaveltu Íslendinga hérlendis
Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam 79,6 milljörðum kr. í október sl., 16,9% hærri en í október í fyrra og 20,1% hærri en í október 2019. Veltan jókst um 6% á milli mánaða. Velta skiptist nokkuð jafnt á milli verslunar og þjónustu, 54% kortaveltu Íslendinga hérlendis fóru í verslun og 46% í þjónustu.
Sprenging er á milli ára í innlendri kortaveltu tengdri tónleikum, leikhúsi, kvikmyndasýningum og viðburðum. Velta í flokknum nam 1.089 milljónum kr. í október sl. samanborið við 61 milljón kr. á sama tíma í fyrra, þegar samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins voru í hávegum hafðar. Skv. frétt mbl.is frá 5. október sl. er framboð jólatónleika í ár svipað og í venjulegu árferði. Miðasala á jólatónleika hefur venjulega hafist í byrjun september en fór seinna af stað í ár þegar miðasala á vinsælustu jólatónleikana hófst í byrjun október. Þegar kortavelta er skoðuð m.t.t. miðasölu á tónleika og aðra viðburði má sjá skýrt jólatónleika trend með tilheyrandi toppum í kring um september ár hvert. Miðað við innlenda kortaveltu bendir allt til að miðasala á jólatónleika hafi aftur náð sér á strik eftir mikinn skell árið á undan, en eins og næsta mynd sýnir var velta í flokknum nánast enginn þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst í apríl og nóvember 2020 en er nú að nálgast toppinn frá september 2018.
Velta í flokknum Ferðaskrifstofur og skipulagðar ferðir hefur dregist saman um rúm 17%…
hinsvegar er velta í flokknum rúmlega tífalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra!
Ferðahugur landans er því greinilega mikill. Velta með tollfrjálsa verslun jókst um 48,5% á milli mánaða og nam rúmum 523 milljónum kr. í október sl. Sem er næstum sjöföld aukning frá fyrra ári þegar ferðalög voru í lágmarki sökum faraldursins.
NÁNARI UPPLÝSINGAR ER HÆGT AÐ NÁLGAST HÉR