Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 – Óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 – Óskað eftir tilnefningum

MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2022

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 2. febrúar 2022.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 21. desember nk. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2022, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:

  • að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
  • að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
  • að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu-innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
  • samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu-innan sem utan fyrirtækja

Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf en skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.

Tilnefningar og fylgiskjöl sendist rafrænt í tölvupósti á verdlaun@sa.is – eigi síðar en þriðjudaginn 21. desember nk.
Ekki er tekið við tilnefningum eða gögnum eftir þann tíma.

Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins 2. febrúar 2022 en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.

SJÁ NÁNARI FRÉTT FRÁ SAMTÖKUM ATVINNULÍFSINS

Mynd: SA

Samtök atvinnulífsins | Betri heimur byrjar heima 8.desember n.k.

Samtök atvinnulífsins | Betri heimur byrjar heima 8.desember n.k.

Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni

Samtök atvinnulífsins heldur áfram göngu sinni með fundaröðinni: Betri heimur byrjar heima.  Næsti streymisfundur verður miðvikudaginn 8.desember undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni.

Á streymisfundinum verður farið yfir hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni og þeim gefin tæki og tól sem þau geta nýtt sér á sinni vegferð.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG Á FUNDINN

Netverslunarpúlsinn:  70 prósent landsmanna keyptu síðast af innlendri netverslun

Netverslunarpúlsinn: 70 prósent landsmanna keyptu síðast af innlendri netverslun

Fréttablaðið Markaðurinn tekur saman í dag nýjustu tölur frá Netverslunarpúlsinum, mælaborði íslenskrar vefverslunar.

Samkvæmt Netverslunarpúlsinum versla 47 prósent þjóðarinnar á netinu á sjö daga tímabili. Hlutfallið er enn hærra þegar litið er til aldurshópsins 25 til 34 ára, eða 64 prósent, segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við Fréttablaðið/Markaðinn.

Prósent heldur utan um Netverslunarpúlsinn í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Samtök verslunar og þjónustu. 200 svörum frá fólki eldra en 18 ára er safnað í hverjum mánuði. Gagnasöfnunin hófst í mars og hefur yfir 1.900 svörum verið safnað. Mælingarnar byggja á sænskum og dönskum fyrirmyndum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

Fréttablaðið: SVÞ ver aldrei óheiðarlega viðskiptahætti

Fréttablaðið: SVÞ ver aldrei óheiðarlega viðskiptahætti

Fréttablaðið birti í dag grein undir fyrirsögninni:

Tugir ábendinga um brögð í tafli í kringum afsláttardaga

Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu segir að Neytendastofa hafi fengið tugi ábendinga á síðustu dögum um verslanir sem sagðar eru hafa haft rangt við í kringum afsláttardaga á borð við Svartan föstudag, Dag einhleypra og Stafrænan mánudag.

Í greininni er einnig vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem segist aldrei verja óheiðarlega viðskiptahætti af því tagi sem hér um ræðir. „Við fylgjumst ekkert sérstaklega með því og það er ekki okkar hlutverk,“ segir hann. Þá bendir hann á að þó að Neytendasamtökunum berist ellefu kvartanir eftir Dag einhleypra, líkt og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna sagði í Kastljósi í síðustu viku, geti það ekki talist mikið.

„Það getur ekki talist mikið í þessum tugþúsundum viðskipta sem eiga sér stað þessa daga, þar sem slíkar kvartanir berast alltaf í kringum þessa stóru daga og útsölur,“ segir Andrés.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

MYND:
Fréttablaðið

Hver Íslendingur ver að jafnaði tæplega 60.000 kr. til jólainnkaupa í ár!

Hver Íslendingur ver að jafnaði tæplega 60.000 kr. til jólainnkaupa í ár!

Áfram horfur á góðri jólaverslun í ár samkvæmt spá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Mikið hefur verið rætt um áhrif kóróna-veirufaraldursins á efnahagslíf í landinu undanfarið og þá ekki síst þegar kemur að verslun.

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag skýrslu um væntanlega jólaverslun í ár. Þar segir m.a. að þrátt fyrir að spáin í ár geri ekki ráð fyrir að jólaverslun taki stökk, líkt og í fyrra, gerir hún ráð fyrir aukningu í innlendri verslun.

Það er mat RSV að horfur séu áfram á góðri jólaverslun í ár. Verðhækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum munu þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verður minni en ella.

Þá gerir spá RSV ráð fyrir því að verslun yfir jólamánuðina verði 59.715 kr. meiri á mann miðað við aðra mánuði ársins, sem gera rúmlega 238.800 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA SPÁ RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR UM JÓLAVERSLUN 2021

Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;

„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ