30/03/2022 | Fréttir, Innra starf, Innri, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 verður haldinn fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 16:00
Staður: Fundarsalurinn Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Skráning fer fram hér fyrir neðan:
Dagskrá:
- Kl: 15.50 Húsið opnar
- Kl: 16.00 Málstofa – öllum opin
- Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
- Gestur: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
- Almennar fyrirspurnir og umræður
- Kl: 17.00
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja opinn fulltrúum aðildarfélaga
- Setning fundar
- Skipun fundarstjóra
- Skipun ritara
- Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
- Stjórnarkjör:
- a) Kjör formanns
- b) Kjör tveggja meðstjórnend
- c) Kjör tveggja varamanna
- Önnur mál
SMELLTU HÉR FYRIR SKRÁNINGU
28/02/2022 | Fréttir, Innra starf
Rafræn kosning meðstjórnenda í stjórn SVÞ 2022 hefst mánudaginn 28. febrúar kl. 12:00 og stendur til kl 12:00 þann 15. mars nk. Félagsaðilar fá senda tilkynningu við upphaf kosningar en í henni munu m.a. koma fram upplýsingar um hvernig atkvæði verða greidd.
Kosið er um þrjá meðstjórnendur til tveggja ára og einn til árs. Alls bárust fimm framboð.
Hver félagsaðili fer með atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2021. Hverjum heilum 1.000 krónum í greidd félagsgjöld fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með greiðslu vangoldinna félagsgjalda ársins 2021.
Í framboði til stjórnar SVÞ 2022 eru:
Edda Rut Björnsdóttir,
Framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðis Eimskips
Edda hefur verið framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips síðan snemma árs 2020 en sviðinu tilheyra mannauðs-, markaðs-, samskipta- og sjálfbærnimál ásamt fjárfestatengslum og þjónustustefnu félagsins. Áður starfaði hún sem markaðs- og samskiptastjóri félagsins. Edda hefur yfir 20 ára fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði í 8 ár í upplýsingatæknigeiranum sem sérfræðingur í verslunarlausnum. Þá starfaði hún hjá Íslandsbanka í ýmsum hlutverkum í rúm 12 ár, síðast sem forstöðumaður sölu og viðskiptastýringar á Fyrirtækja- og fjárfestasviði.
Edda situr í stjórn Eimskip Ísland ehf. og Advania á Íslandi. Hún er með BSc í viðskiptafræði með áherslu á tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
„Til að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja í þeim hröðu breytingum sem eru að eiga sér stað í alþjóðlegu atvinnulífi þarf að hafa ríka aðlögunarhæfni, huga vel að mannauði, fylgja örum tæknibreytingum og þróun í sjálfbærnimálum. Þá þarf rekstrarumhverfið að vera hvetjandi. Samtök verslunar og þjónustu eru afar mikilvægt afl til gæta hagsmuna fyrirtækja í þessum þáttum. Ég vil leggja mitt af mörkum og tel að tæknibakgrunnur minn, reynsla og þekking í mannauðs-, markaðs-, samskipta- og sjálfbærnimálum ásamt víðtækri reynslu í sölu og þjónustustýringu geti komið að góðum notum í stjórn SVÞ til að efla samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.“ ~ Edda Rut Björnsdóttir
_____________________
Héðinn Gunnarsson,
Forstöðumaður umbóta og þróunar hjá Póstinum
Starfsheiti: Forstöðumaður umbóta og þróunar hjá Póstinum
Menntun: Can ocon viðskiptafræði Háskóli Íslands.
Starfsreynsla: Samskip, Ísaco, TNT Hraðflutningar, Íslandspóstur.
Aðildarfyrirtæki: Íslandspóstur
Um Héðinn:
Héðinn Gunnarsson hefur starfað sem forstöðumaður umbóta og þróunar hjá Íslandspósti frá árinu 2019 og tekið þátt í umbreytingu félagsins frá þeim tíma.
Sérsvið Héðins liggur í rekstri fyrirtækja sem starfa á kvikum markaði og eru að ganga í gegnum umbreytingar. Héðinn hefur unnið við stjórnun fyrirtækja í yfir 25 ár, þar sem hans hans helsta áhersla hefur verið í flutningastarfsemi innlands og erlendis. Þar hefur reynt á mikla sérþekkingu og reynslu á íslenskum fyrirtækjamarkaði og auk samskipta við hið opinbera.
Íslensk samfélag í heild sinni og þá sérstaklega innlend fyrirtæki eru að ganga í gegnum miklar breytingar á umhverfi, sérstaklega vegna stafrænar þróunar og breytts landslags í verslun. Ég hygst nýta reynslu mína til þess að styðja við þá umgjörð sem breytingar á neysluháttum fela í sér og sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir, en ég tel að kröfur neytenda til aukinnar sjálfbærni kalli á breytta nálgun. Sem stjórnandi til margra ára innan flutningageirans bý ég yfir þekkingu og reynslu sem mun nýtast vel innan SVÞ. Það er mikið verk að þróa umgjörð verslunar og þjónustu fram á veginn.
„Mér er annt um þróun og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, að til staðar sé hvetjandi rekstrarumhverfi og sterk staða, ekki síst í samhengi við alþjóðamarkaði.“ ~ Héðinn Gunnarsson
_____________________
Óskar Sigurðsson,
Viðskiptafræðingur, M.Sc., M.Acc. & Löggiltur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
Býr í Vogahverfi í Reykjavík og er 46 ára, stundar líkamsrækt, og hefur gaman af því að fara í göngur upp á fjöll með betri helmingnum.
Reynsla í atvinnulífinu:
Hefur rekið skrifstofuna Accountant ehf. síðan 2012 í 100% starfi og sinnt bókhaldi og annari vinnu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Master í alþjóðaviðskiptum frá Kaupmannahöfn, master í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands, er löggiltur verðbréfamiðlari og kláraði B.Sc. í viðskiptfræði frá HÍ árið 2001.
Hefur verið í stjórnum húsfélaga og m.a. sinnt starfi formanns í nokkur ár.
Óskar vill leiða til aukinnar fræðslu og þekkingar til fyrirtækja á sviði:
- Fjármála og bókhalds
- Tækni
- Markaðsmála
- Umhverfismála
Baráttumál:
Ég vil leggja áherslu á baráttu lítilla og meðalstóra fyrirtækja í baráttunni við stór fyrirtækin og Ríkissjóðs í formi;
– bættra kjara er varða skatta- og styrkjamál
– hverskonar mismunun í viðskiptum
– að virkri samkeppni sé haldið uppi ~ Óskar Sigurðsson
_____________________
Brynjúlfur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Artasan ehf.
Brynjúlfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Artasan ehf., sem er heildsala á lyfja- og heilsuvörumarkaði. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu allt frá árinu 2007. Fyrst sem sölu og markaðsstjóri og síðan sem framkvæmdastjóri frá árinu 2011. Þar áður vann hann sem ráðgjafi hjá Accenture í London í Bretlandi. Brynjúlfur er með MBA og B.Sc. gráður í Alþjóðamarkaðsfræði frá Háskóla Reykvíkur.
Brynjúlfur hefur stýrt Artasan ehf. í gegnum miklar breytingar og vöxt, ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn Veritas, móðurfélags Artasan. Hann hefur því víðtæka reynslu í stjórnun og stefnumótun, atvinnurekstri og hagsmunabaráttu á sviði viðskipta almennt.
Frá árinu 2015 hefur hann verið virkur í starfi SVÞ, sem formaður lausasölulyfjahóps SVÞ, og barist fyrir auknu frelsi í sölu og markaðssetningu lausasölulyfja og einföldun á regluverki er varðar dreifingu og sölu lyfja almenntá Íslandi.
„Ég trúi því að íslensk fyrirtæki eigi að njóta álíka laga- og rekstrarumhverfis og er í þeim löndum sem við berum okkur yfirleitt saman við. Erlend samkeppni er stöðugt að aukast og því vil ég standa vörð um íslenska verslun og gera rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja hagkvæmara, m.a. með því að ýta úr vegi óþarfa hindrunum, sem auka kostnað sem lendir alltaf að lokum á neytendum. Einnig þarf að huga að framþróun tæknimála og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif sífelld ný tækniþróun muni hafa á getu fyrirtækja við að innleiða nýjar tæknilausnir, og að starfsfólk hafi aðgang að nauðsynlegri símenntun til að geta orðið þátttakendur í samfélagi og viðskiptaumhverfi morgundagsins.
Ég hef mikla reynslu og þekkingu á lyfjamarkaðnum, heildsölustarfsemi og sölu og markaðsmálum, sem ég tel að geti nýst SVÞ. Ég býð því fram krafta mína í stjórn samtakanna.“ ~ Brynjúlfur Guðmundsson.
_____________________
Gunnar Egill Sigurðsson
Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa hf.
Gunnar Egill Sigurðsson er framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem eiga og reka Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Iceland. Gunnar hefur víðtæka stjórnarreynslu og hefur starfað á smásölumarkaði í 19 ár og situr í stjórn Háskólans á Bifröst.
Gunnar Egill var kjörin í stjórn SVÞ árið 2018 og sækist nú eftir endurkjöri í annað sinn.
„Ég hef mikinn áhuga á að starfa áfram innan stjórnar SVÞ og beita mér fyrir fimm megin þáttum:
· Auka veg og virðingu verslunar í þjóðfélaginu
· Fylgja eftir nýrri námslínu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands
· Frekara afnám verndartolla til hagsbóta fyrir neytendur
· Tækniframfarir í íslenskri verslun
· Aukna umhverfisvitund í íslenskri verslun“ ~ Gunnar Egill Sigurðsson
28/01/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Samtök sjálfstæðra skóla
Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.
Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.
SJÁ GREIN INNHERJA HÉR
21/01/2022 | Fréttir, Innra starf
Viltu hafa áhrif á mótun samfélagsins?
Hagsmunagæsla á tímum mikilla breytinga
Síðustu tvö ár hafa fyrirtæki í verslun og þjónustu fengist við miklar áskoranir. Heimsfaraldur og sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda kalla sífellt á ný viðfangsefni og vinnubrögð. Brestir í aðfangakeðjunni, erfiðar aðstæður á flutningamarkaði og eftirspurnarbreytingar hafa breytt rekstraraðstæðum. Fordæmalausar hækkanir hráefnisverðs og flutningskostnaðar hafa blasað við nær öllum fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Útlit er fyrir hallarekstur ríkissjóðs næstu ár en viðbúnar eru breytingar á forsendum stefnu opinberra fjármála. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Sjaldan hefur verið mikilvægara að aðildarfyrirtæki SVÞ leggi sitt af mörkum á vettvangi samtakanna.
Með setu í stjórn SVÞ gefst þér tækifæri á að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu.
Ertu ekki alveg kjörin/n?
LEITAÐ ER TILLAGNA UM FJÓRA MEÐSTJÓRNENDUR Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.
- Þrír stjórnarmenn taka sæti til næstu tveggja starfsára og einn til eins árs.
- Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar. Aðalfundur verður haldinn 17. mars nk.
Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.
- Formaður SVÞ til loka næsta starfsárs, 2022/2023 er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2022/2023:
- Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf.
- Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.
Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Einn meðstjórnandi mun ganga úr stjórninni á næsta aðalfundi og í hans stað þarf að kjósa nýjan meðstjórnanda til eins árs.
Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is
Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 23. febrúar 2022.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.
Kjörnefnd SVÞ
14/01/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld, Viðburðir
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
11/01/2022 | Fræðsla, Innra starf, Menntun, Stjórnvöld
Sérsniðin fræðsla fyrir félagsfólk SVÞ.
SÞV og KPMG standa fyrir fræðslu fyrir félagsfólk Samtaka verslunar og þjónustu vegna ábyrgð félagsmanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Fyrirlesarar sérfræðingar KPMG
Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018. Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
ATH! Námskeiðið verður haldið á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.