Ný úttekt RSV styrkir netverslanir – Félagsfólk SVÞ fær sérkjör

Ný úttekt RSV styrkir netverslanir – Félagsfólk SVÞ fær sérkjör

Íslenskar netverslanir standa frammi fyrir harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum markaðstorgum. Til að styðja fyrirtæki í að efla stafræna getu og bæta upplifun viðskiptavina býður Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) nú upp á sérkjör á sérhæfðri úttekt á netverslunum.

Úttektin byggir á rannsóknum RSV á kauphegðun Íslendinga og metur m.a.:

  • upplifun viðskiptavina (UX),

  • vöruframsetningu og sölunýtingu,

  • upplýsingagjöf og skilmála,

  • samkeppnisstöðu og tækifæri til vaxtar.

Fyrirtæki fá skýrar úrbótatillögur, forgangsröðun og PDF-skýrslu sem sýnir nákvæmlega hvað þarf að laga og hvað er að virka vel.

Sérkjör fyrir SVÞ-félaga

  •  84.900 kr. fyrir litlar og meðalstórar netverslanir

  • 124.900 kr. fyrir stærri netverslanir

En kynningarverð fyrir almennan markað er 99.900 og 149.000 kr. Hægt er að bæta við prufukaupum og prófun á afhendingar- og skilakerfi.

Þjónustan styður beint við markmið SVÞ um að efla samkeppnishæfni og stafræna umbreytingu íslenskra fyrirtækja.

Pöntun og fyrirspurnir: rsv(hjá)rsv.is

Verslun í Evrópu tekur hröðum breytingum – er það sama að gerast á Íslandi? 

Verslun í Evrópu tekur hröðum breytingum – er það sama að gerast á Íslandi? 

Í fréttabréfi EuroCommerce frá lok nóvember 2025 er dregin upp mynd af stöðu verslunar í Evrópu: Óvissa ríkir á heimsvísu, tæknibyltingar eiga sér stað og breytt neytendahegðun endurmótar rekstrarumhverfið.

Á ráðstefnunni Modern Distribution Forum í Mílanó á Ítalíu kom fram að verslunin er að verða bæði samfélagslegur vettvangur og tækniþung atvinnugrein sem krefst nýrrar tegundar forystu. 

Evrópski neytandinn: Gæði, ábyrgð og sjálfbærni í forgangi 

Samkvæmt nýjustu tölum sem EuroCommerce birtir: 

  • Velja 83,9% neytenda vörur í takt við eigin gildi 
  • Kjósa 75,5% sjálfbærar vörur fram yfir ódýrari valkosti 

Hegða íslenskir neytendur sér eins? 

Þar skiptir Rannsóknasetur verslunarinnar lykilmáli. Ef þróunin í Evrópu er vísbending, gæti þörfin fyrir ábyrgð og rekjanleika orðið enn stærri hluti af væntingum íslenskra viðskiptavina. 

Tæknin breytir verslun – en tengingin verður áfram mannleg 

Á ráðstefnunni í Mílanó var undirstrikað að: 

  • gervigreind og stafrænar lausnir eru að umbylta birgðastýringu, þjónustu og rekstri, 
  • en á sama tíma er verslun að verða samkomustaður, sérstaklega fyrir eldri borgara og fólk sem býr eitt. 

Þetta er tvíþætt verkefni fyrir verslun: að nýta tæknina – en ekki glata mannlegu snertingunni. 

En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? 

  • Stafræn umbreyting þarf að vera markviss og styðja starfsfólk og viðskiptavini. 
  • Jöfn samkeppni gagnvart netrisum frá þriðju ríkjum verður sífellt mikilvægari, þar sem þeir starfa utan margra skyldna sem evrópsk fyrirtæki þurfa að uppfylla. 
  • Traust, gæði og rekjanleiki verða sífellt meiri samkeppnisþáttur.  

Sameiginleg niðurstaða EuroCommerce og Mílanó ráðstefnunnar 

Verslun í Evrópu stendur á tímamótum þar sem gæði, sjálfbærni, samfélag og tækni verða leiðarljósin. Fyrirtæki sem aðlagast hratt, halda fókus á þjónustu og nýta tækni á skynsamlegan hátt verða þau sem ná mestum árangri.

Er Ísland að þróast í takt við Evrópu – hraðar, eða hægar? 

Hver á sviðið á UPPBROT 2026? SVÞ opnar fyrir tilnefningar.

Hver á sviðið á UPPBROT 2026? SVÞ opnar fyrir tilnefningar.

UPPBROT SVÞ 2026 TÍMI – TÆKNI – TILGANGUR
verður haldin 12. mars 2026.

Ráðstefnan verður fjölbreyttari, skarpari og framsæknari en nokkru sinni fyrr, og við leitum að þeim röddum sem geta virkilega hrist upp í umræðunni um framtíð verslunar- og þjónustugreina á Íslandi.

  • Ertu með innlegg sem getur sparað tíma, lækkað kostnað, kveikt nýjar hugmyndir eða styrkt mannauðinn?
  • Er fyrirtækið þitt að nýta tækni, gervigreind eða nýjar aðferðir í þjónustu og rekstri sem aðrir geta lært af?
  • Eða hefur þú skýra sýn á hvernig við tökumst á við áskoranir í rekstri – allt frá netverslun og nýliðun til öryggismála, ferlavæðingar og hraðbreytilegrar neytendahegðunar?

Þá viljum við heyra frá þér.

 

Við leitum að fyrirlesurum, umræðustjórum, pallborðsfólki, sófaspjallsgestum og fyrirtækjum sem geta sýnt lifandi dæmi í gervigreindarverkstæði SVÞ á ráðstefnunni UPPBROT 2026.

Þetta er kjörið tækifæri til að:

  • miðla reynslu og innsýn,

  • styrkja geirann,

  • og láta röddina þína hafa áhrif á framtíðina.

Opið er fyrir tilnefningar til 1. janúar 2026 – og já, við svörum öllum.

👉 Sendu inn þína tillögu hér og taktu þátt í að móta UPPBROT SVÞ 2026 | TÍMI – TÆKNI – TILGANGUR

Fréttamolar SVÞ | Nóvember 2025

Fréttamolar SVÞ | Nóvember 2025

Í fréttamolum nóvembermánaðar dregur SVÞ saman helstu mál sem snertu verslun og þjónustu í mánuðinum: frá áhrifum nýrrar PPWR-reglugerðar ESB á umbúðir og ábyrga markaðssetningu, yfir í fyrirhugaðar skattbreytingar á ökutækjum og hækkandi kostnað í bílageiranum, niðurstöður könnunar Rannsóknaseturs verslunarinnar um jólagjafir ársins, stöðu neysluhegðunar Íslendinga og áberandi árangur félagsmanna SVÞ í Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins — allt sett fram í hnitmiðuðu yfirliti í meðfylgjandi Fréttamolum.

 

FRÉTTAMOLAR SVÞ NÓVEMBER 2025.pdf
Erlend netverslun heldur áfram að vaxa: 40% sendinga nú frá Kína

Erlend netverslun heldur áfram að vaxa: 40% sendinga nú frá Kína

Mikil aukning í erlendri netverslun í október

Staða og þróun samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar

Erlend netverslun jókst verulega í október. Samkvæmt nýjustu mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) nam aukningin 12,8% frá sama tíma í fyrra og nær 30% ef bornir eru saman september og október í ár. Heildaraukning ársins til þessa er nú 14,3%.

Fatnaður og skór eru enn stærsti undirflokkurinn (+ 12,3%).
Lyf og lækningavörur dragast saman (- 22,2%).
Matvara vex mest (+ 28,3%).

Hlutfall vara frá Kína heldur áfram að aukast og er nú um 40%, samanborið við tæp 30% árið 2022.

RSV birtir mánaðarleg gögn um þróun erlendra sendinga, uppruna vara og kauphegðun neytenda og býður uppá ítarlegar skýrslur um erlenda netverslun sem eru mikilvæg fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja skilja og bregðast við breyttu umhverfi í netverslun.
Sjá nánar á vef RSV.

Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, Krónan og JÁVERK hljóta viðurkenningar á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, Krónan og JÁVERK hljóta viðurkenningar á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, JÁVERK og Krónan einnig heiðruð á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 voru afhent á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag, 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í umhverfis- og loftslagsmálum og sýna í verki hvernig raunverulegur árangur næst með markvissum aðgerðum, nýsköpun og ábyrgri stjórnun.

Í ár voru fyrirtæki úr ólíkum greinum heiðruð — þar á meðal SVÞ fyrirtækin, Heimar og Krónan, sem og SnerpaPower sem fékk viðurkenninguna Umhverfisframtak ársins 2025 og JÁVERK sem fengu verðskuldaðar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sínum sviðum.


Heimar – Umhverfisfyrirtæki ársins 2025

Umhverfisviðurkenning atvinnulífsins 2025 Heimar

Í umsögn dómnefndar segir:

„Heimar er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Félagið hefur tekið afgerandi skref í átt að umhverfislega ábyrgri starfsemi og hefur forgangsraðað í þágu árangurs í umhverfismálum og sjálfbærni, hvort sem heldur er horft til ákvarðana í rekstri, fjárfestingum eða fjárfestingarákvörðunum.

Heimar hafa innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem tryggir að umhverfissjónarmið séu samþætt allri starfsemi félagsins. Með skýrri sýn, mælanlegum markmiðum og stöðugum umbótum hafa Heimar náð eftirtektarverðum árangri sem sést í fjölgun umhverfisvottaðra eigna, grænni fjármögnun, stýringu og vöktun orkunotkunar og minnkandi kolefnisspori. Heimar eru þannig ekki aðeins að fylgja þróuninni heldur að stýra henni með gagnsæi, ábyrgð og metnaði til að ganga lengra en lög og reglur segja til um.“



SnerpaPower – Umhverfisframtak ársins 2025

Tæknifyrirtækið SnerpaPower var heiðrað fyrir frumkvæði og nýsköpun á sviði raforkukerfa.

Úr umsögn dómnefndar:

„SnerpaPower hefur umbreytt því hvernig orkusækinn iðnaður nýtir raforku á Íslandi. Lausnin — byggð á gagnavísindum, gervigreind og vélnámi — gerir stórnotendum kleift að sjálfvirknivæða skammtíma ákvarðanatöku, bæta nýtni raforkukerfisins og styðja við orkuskiptin.“



Sérstök viðurkenning:
JÁVERK

„JÁVERK var fyrsti byggingarverktakinn á Íslandi til að fá ISO 14001 vottun og hefur leitt umbreytingu í byggingariðnaði í átt að sjálfbærni. Fyrirtækið stóð einnig að fyrsta stóra Svansvottaða verkefninu á Íslandi — miðbæ Selfoss.“



Sérstök viðurkenning:
Krónan  

Krónan, félagsaðili í SVÞ, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir öflugt starf í sjálfbærni og lýðheilsu.

Úr umsögn dómnefndar:

„Krónan vill hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Það hefur matvöruverslunin gert með því að beina kröftum sínum að umhverfi og lýðheilsu, bæði í starfsemi Krónunnar en einnig í fræðslu og miðlun til viðskiptavina til að hjálpa þeim að lifa heilsusamlegum og sjálfbærum lífsstíl.“


Dómnefnd 2025

Dómnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins skipuðu:

  • Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.

  • Elma Sif Einarsdóttir, forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá  Stika Solutions.

  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir,framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteinni.

Sjá nánari upplýsingar inn á vef SA.is – Smelltu hér!