13/10/2025 | Fréttir, Greining, Stjórnvöld, Verslun, Viðburðir
Ójafnar leikreglur í alþjóðlegri netverslun skapa aukinn samkeppnishalla fyrir íslensk og evrópsk fyrirtæki.
Ný skýrsla frá EuroCommerce – samtökum evrópskra verslunar- og þjónustufyrirtækja – varpar ljósi á hvernig stórir alþjóðlegir netmarkaðir á borð við Temu og Shein hafa skapað nýjar áskoranir í netverslun frá þriðju ríkjum.
Í skýrslunni kemur fram að innlend og evrópsk fyrirtæki, sem fylgja ströngum reglum um vöruöryggi, umhverfi og skatta, standi frammi fyrir ósanngjarnri samkeppni gagnvart seljendum utan EES sem oft sleppa við slíkar skyldur.
Þetta leiðir til verulegs samkeppnishalla, en jafnframt hættu fyrir neytendur þar sem fjöldi vara sem seldar eru beint frá þriðju ríkjum stenst ekki evrópska staðla.
Ótryggar vörur, skert öryggi – og skakkur leikvöllur
Samkvæmt EuroCommerce uppfylla allt að 80% vara sem seldar eru í gegnum netmarkaði á borð við Temu og Shein ekki öryggis- og gæðakröfur Evrópu.
Þrátt fyrir að milljarðar sendinga berist árlega inn á markaðinn bera netmarkaðstorgin sjálf enga lagalega ábyrgð á vörunum sem þau selja – ólíkt innlendum dreifingaraðilum sem þurfa að uppfylla strangar reglur.
Á Haustréttum SVÞ 7. október sl., sagði Runar Wilksnes aðalhagfræðingur VIRKE, systursamtök SVÞ í Noregi, að þar í landi kæmu á hverjum degi 30.000.- sendingar frá Temu og Shein.
Þetta veldur tvöföldu tjóni:
- Neytendur standa frammi fyrir óöruggum vörum, efnainnihaldi og rafmagnstækjum sem ekki uppfylla staðla.
- Fyrirtæki innan EES missa markaðshlutdeild vegna ólöglega lágs verðs sem byggir á því að sleppa við kostnað sem fylgir ábyrgri starfsemi.
__________
Fundur SVÞ 29. október – Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast?
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða stjórnendum í verslun og þjónustu á upplýsingafund þann 29. október þar sem farið verður yfir stöðuna á Íslandi.
Skráðu þig hér:
👉 Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? – Upplýsingafundur SVÞ
Hlaðið niður skýrslunni
Aðildarfélög SVÞ geta nú nálgast “Minni útgáfu” af EuroCommerce-skýrslunni um netverslun frá þriðju ríkjum. Skýrslan dregur fram lykilatriði um ósanngjarna samkeppni, lagaleg glufur og tillögur til að tryggja jafnvægi á evrópskum markaði.
📄EuroCommerce Report 2025 – Light Version
03/10/2025 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Þriðjudaginn 7. október verða haldnir fyrstu Haustréttir SVÞ – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu í Vinnustofu Kjarvals, Fantasía 2. hæð við Austurstræti 10, 101 Reykjavík
Rétt eins og í haustréttum landsbyggðarinnar er markmiðið að smala saman, taka stöðuna og horfa fram á veginn. Á fundinum koma fram öflugir fulltrúar atvinnulífsins, stjórnmálanna og alþjóðlegra systursamtaka. Þar verða kynnt ný gögn um stöðu greinarinnar, rætt um forystu og framtíð, og deilt reynslusögum sem varpa ljósi á möguleika íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu.
Markmið Haustrétta er skýrt: að skapa vettvang þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustugreinum koma saman, eiga samtal sem verður að stefnu – og stefna að aðgerðum.
Skráning er í fullum gangi og hvetjum við félagsfólk til að tryggja sér sæti.
Athugið: Viðburðurinn er einungis í boði fyrir æðstu stjórnendur aðildarfélaga SVÞ.
🔗 Skráðu þig hér á Haustrétti SVÞ 2025
01/09/2025 | Fréttir, Umhverfismál, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök, þar á meðal SVÞ, hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025.
Við hvetjum öll aðildarfyrirtæki SVÞ til að nýta þetta tækifæri og senda inn tilnefningu. Einstakt tækifæri til að varpa kastljósi á verkefni og starfsemi sem sýna raunveruleg umhverfisáhrif og frumkvæði til góðra verka.
Tveir verðlaunaflokkar
Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hvorn flokk, en heimilt er að tilnefna sama fyrirtækið í báða flokka.
Frestur til tilnefninga rennur út 20.október 2025.
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í nóvember, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica.
➡️ Nánari upplýsingar og eyðublað til að skila inn tilnefningu má finna á vef SA — smellið HÉR!
17/03/2025 | Fréttir, Viðburðir
Hvernig er hægt að efla samkeppni og auka skilvirkni?
Um þetta verður rætt á fundi á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. mars.
Fundurinn er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SVÞ, SAF, SAMORKU, SFF, SFS, SI, og Viðskiptaráð.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra flytur opnunarávarp.
Framsögufólk verða:
- Antoine Winckler
Yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton
EU merger control, a procedural analysis: what works and what doesn‘t?
- Katie Curry
Hagfræðingur / meðeigandi hjá RBB Economics
Merger control and international competitiveness: conflicting priorities?
- Heimir Örn Herbertsson
Sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður
Merger control enforcement in Iceland – the eye of the needle?
Að erindum loknum verða pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Fundarstjórn og stjórn pallborðsumræðna verður í höndum Ásu S. Hallsdóttur, yfirlögfræðings samkeppnismála hjá Volvo í Svíþjóð.
Húsið opnar kl. 8:30 þar sem boðið verður upp á morgunmat fyrir alla fundargesti.
Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 9 og lýkur kl. 12.
Fyrir nánari upplýsingar og skráningu, smelltu hér!
07/03/2025 | Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU
Við minnum á aðalfund SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 13. mars 2025 kl. 11:00 á Parliament Hotel Reykjavík, Gamli Kvennó – Blái salur 2. hæð, Thorvaldsen stræti 2–6, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ræða formanns SVÞ
2. Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
3. Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
4. Lýst kosningu formanns SVÞ
5. Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
6. Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
7. Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
8. Breytingar á samþykktum SVÞ
9. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
RÁÐSTEFNA SVÞ 2025 – UPPBROT: FÓLK – TÆKNI – SAMKEPPNI
Einnig minnum við á ráðstefnu samtakanna sem haldin er í kjölfar aðalfundar, kl. 13:00 á Parliament Hotel Reykjavík. Ráðstefna SVÞ er stærsta ráðstefna fólks og fyrirtækja í verslunar- og þjónustugreinum.
Ráðstefnan í ár fjallar um þær umbreytingar sem móta verslun og þjónustu á Íslandi í dag, undir þremur lykilþemum: FÓLK – TÆKNI – SAMKEPPNI. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér: https://svth.is/radstefna2025
Virðingarfyllst, f.h. stjórnar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Jón Ólafur Halldórsson
Formaður SVÞ
17/02/2025 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Sala aðgöngumiða á hina árlegu ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu – er komin á fullt skrið og allt bendir til þess að miðarnir seljist upp á methraða, líkt og í fyrra.
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 13. mars 2025 á Parliament Hótel Reykjavík (Gamli Nasa) og ber yfirskriftina UPPBROT – Fólk – Tækni – Samkeppni. Þar munu helstu sérfræðingar, leiðtogar og frumkvöðlar í verslun og þjónustu ræða nýjustu strauma og tækifæri framtíðarinnar.
Sérstök áhersla verður lögð á mannauðsmál, stafrænar lausnir og samkeppnishæfni í síbreytilegu umhverfi. Þeir sem vilja tryggja sér sæti þurfa að hafa hraðar hendur, þar sem viðbúið er að ráðstefnan verði uppseld fljótlega.
Tryggðu þér miða strax!
Nánari dagskrá og miðasala fer fram hér: https://svth.is/radstefna2025
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að tengjast lykilaðilum í atvinnulífinu og fræðast um framtíð verslunar og þjónustu á Íslandi!
ATH! Félagsfólk SVÞ fær sjálfkrafa 10% afslátt við kaup á fimm eða fleiri aðgöngumiðum.
Við hlökkum til að sjá þig!