25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu uppá 25 ára starfsafmæli samtakanna með glæsilegri ráðstefnu á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll undir heitinu ‘Framtíðin bíður ekki’

Við komum til með að birta öll myndbönd frá ráðstefnunni á næstu dögum, en hér kemur smá stemningsmyndband sem gefur innsýn inn í ráðstefnuna.

Aðalfundur SSSK 2024

Aðalfundur SSSK 2024

Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla

Dagur: Þriðjudagurinn, 23.apríl 2024
Tími: 15:00 – 17:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð

_________

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

  • Skýrsla stjórnar
  • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Félagsgjöld ársins
  • Kosning formanns og varaformanns
  • Kosning meðstjórnenda og varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

SKRÁNING HÉR!

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

25 ára afmælisráðstefna SVÞ 10. apríl 2024

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

SKRÁNING HÉR!

Framtíðin bíður ekki

Vertu með á 25 ára afmælisráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu!

Stafræn þróun í verslun og þjónustu í sinni víðustu mynd.

Dagur: miðvikudagurinn 10.apríl  2024
Tími:  13:00 – 18:00
Staður: Gamli NASA, Parliament Hótel v/Austurvöll
________

Á ráðstefnunni verður boðið upp á 18 viðburði með lotufyrirkomulagi (e. breakout sessions) í fjórum þemum.

Framtíð verslunar og þjónustu, mannauðurinn, fjármál og fjárfestingar og sala og markaðsmál.

Ráðstefnan á erindi við:

  • – rekstraraðila í verslunar og þjónustugreinum,
  • – stjórnendur og starfsfólk í verslunar og þjónustu fyrirtækjum,
  • – eigendur og stjórnendur fyrirtækja í samstarfi við og með hagsmuni af verslun og þjónustu,
  • – fjárfesta í greininni,
  • – rannsóknaraðila í háskólaumhverfinu

og alla þá sem hafa áhuga á og vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun greinarinnar á Íslandi næstu ár.
Þá eru háskólanemar í greinum sem tengjast stafrænni þróun, framtíðarþróun í viðskiptalífi sérstaklega hvattir til að taka þátt.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING SMELLTU HÉR! 
*Takmarkað sætaframboð! 

Aðalfundur SVÞ 2024

Aðalfundur SVÞ 2024

Reykjavík, 20. febrúar 2024

Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU

Með bréfi þessu er boðað til aðalfundar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 14. mars 2024 kl. 08:30 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Ræða formanns SVÞ
2. Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
3. Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
4. Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
5. Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
6. Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
7. Breytingar á samþykktum SVÞ
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Nánar um einstaka dagskrárliði:

Um 2. dagskrárlið
Skýrsla stjórnar SVÞ verður gerð aðgengileg á vefsvæði SVÞ fyrir fundinn. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu atriðum skýrslunnar.

Um 3. dagskrárlið
Reikningar SVÞ fyrir reikningsárið 2023 munu liggja fyrir á skrifstofu SVÞ aðildarfyrirtækjum til skoðunar eigi síðar en frá með 7. mars 2024. Á fundinum verður gerð grein fyrir efni þeirra.

Um 4. og 5. dagskrárliði
Til samræmis við ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. sbr. 2. mgr. 15. gr. samþykkta SVÞ skal kjósa þrjá meðstjórnendur til tveggja ára á aðalfundi SVÞ 2024, þ.e. kjörtímabilið milli aðalfunda 2024 og 2026.

Kjörnefnd SVÞ 2024 yfirfer framkomin framboð til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins. Framboðsfrestur rennur út 22. febrúar 2024. Berist nefndinni fleiri en þrjú framboð til stjórnar SVÞ eða fleiri framboð til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins en sem nemur fulltrúasætum SVÞ munu kjörgögn væntanlega verða send aðildarfyrirtækjum 23. febrúar 2024. Kosningarnar verða rafrænar og er áætlað að þær hefjist 28. febrúar 2024 og þeim ljúki 12. mars 2023 kl. 12:00.

Um 7. dagskrárlið
Í ljósi afkomu síðasta reikningsárs leggur stjórn SVÞ til að við samþykktir SVÞ frá 26. maí 1999, með síðari breytingum, verði bætt nýju ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal veita aðilum að SVÞ, samkvæmt ákvæðum II. kafla, 3% afslátt af árgjaldi árið 2024. Afslátturinn skal veittur af árgjaldinu eftir að það hefur verið ákvarðað skv. 2. mgr. 9. gr. og skal jafnframt taka til lágmarks- og hámarksárgjalds.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

 

 

formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

___________

SMELLIÐ HÉR FYRIR SKRÁNINGU Á AÐALFUND SVÞ.

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin! 

Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.

Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!