17/02/2025 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Sala aðgöngumiða á hina árlegu ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu – er komin á fullt skrið og allt bendir til þess að miðarnir seljist upp á methraða, líkt og í fyrra.
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 13. mars 2025 á Parliament Hótel Reykjavík (Gamli Nasa) og ber yfirskriftina UPPBROT – Fólk – Tækni – Samkeppni. Þar munu helstu sérfræðingar, leiðtogar og frumkvöðlar í verslun og þjónustu ræða nýjustu strauma og tækifæri framtíðarinnar.
Sérstök áhersla verður lögð á mannauðsmál, stafrænar lausnir og samkeppnishæfni í síbreytilegu umhverfi. Þeir sem vilja tryggja sér sæti þurfa að hafa hraðar hendur, þar sem viðbúið er að ráðstefnan verði uppseld fljótlega.
Tryggðu þér miða strax!
Nánari dagskrá og miðasala fer fram hér: https://svth.is/radstefna2025
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að tengjast lykilaðilum í atvinnulífinu og fræðast um framtíð verslunar og þjónustu á Íslandi!
ATH! Félagsfólk SVÞ fær sjálfkrafa 10% afslátt við kaup á fimm eða fleiri aðgöngumiðum.
Við hlökkum til að sjá þig!
05/12/2024 | Fréttir, Viðburðir
Ráðstefnustjórn SVÞ leitar að fyrirlesurum fyrir ráðstefnu SVÞ sem fram fer á Parliament Hotel Reykjavík þann 13. mars nk. Bæði er hægt að tilnefna sjálfa/n/t sig og aðra.
Með „fyrirlestri” og „fyrirlesari” er ekki einungis átt við hefðbundið form fyrirlestra heldur fögnum við ýmsum meira „interactive” formum. Á síðustu ráðstefnu var mikil ánægja með þær lotur sem áhorfendur gátu tekið virkan þátt, s.s. „Á trúnó”, þar sem tveir sérfræðingar í tilteknu efni ræddu saman og áhorfendur tóku þátt með spurningum eða umræðum.
Fyrirlesarar eru hvattir til að stíga enn lengra út fyrir boxið til að koma skilaboðum sínum á framfæri á sem áhugaverðastan hátt.
Á ráðstefnunni verða 3 línur sem hver og ein hafa meginþema: Samkeppnishæfni, tækni og fólk. Innan þessara þemu rúmast fjölbreytt efni og gefa efnisorð ráðstefnunnar til kynna ýmsa möguleika (sjá frekar hér).
Þú finnur allar frekari upplýsingar, og form til senda inn tilnefninguna hér.
Við hlökkum mikið til að vita hvaða spennandi, áhugaverðu og upplýsandi lotur við sjáum í mars nk.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Þórönnu K. Jónsdóttur í Ráðstefnustjórn – thoranna@thoranna.is.
12/08/2024 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.
Dagsetning: 19. september nk.
Staður: Silfurberg, Harpa
Tími: 15:00 – 17.00
Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands. Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins beinum við kastljósinu að grænni orku og grænum lausnum. Við ræsum þá vegferð á Ársfundi atvinnulífsins 19. september undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir.
Nánari dagskrá fundarins er kunngjörð síðar í ágúst.
Skráning nauðsynleg HÉR!
15/04/2024 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu uppá 25 ára starfsafmæli samtakanna með glæsilegri ráðstefnu á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll undir heitinu ‘Framtíðin bíður ekki’
Við komum til með að birta öll myndbönd frá ráðstefnunni á næstu dögum, en hér kemur smá stemningsmyndband sem gefur innsýn inn í ráðstefnuna.
11/04/2024 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla
Dagur: Þriðjudagurinn, 23.apríl 2024
Tími: 15:00 – 17:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð
_________
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
- Skýrsla stjórnar
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Félagsgjöld ársins
- Kosning formanns og varaformanns
- Kosning meðstjórnenda og varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
SKRÁNING HÉR!
28/02/2024 | Fréttir, Verslun, Viðburðir
25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
SKRÁNING HÉR!
Framtíðin bíður ekki
Vertu með á 25 ára afmælisráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu!
Stafræn þróun í verslun og þjónustu í sinni víðustu mynd.
Dagur: miðvikudagurinn 10.apríl 2024
Tími: 13:00 – 18:00
Staður: Gamli NASA, Parliament Hótel v/Austurvöll
________
Á ráðstefnunni verður boðið upp á 18 viðburði með lotufyrirkomulagi (e. breakout sessions) í fjórum þemum.
Framtíð verslunar og þjónustu, mannauðurinn, fjármál og fjárfestingar og sala og markaðsmál.
Ráðstefnan á erindi við:
- – rekstraraðila í verslunar og þjónustugreinum,
- – stjórnendur og starfsfólk í verslunar og þjónustu fyrirtækjum,
- – eigendur og stjórnendur fyrirtækja í samstarfi við og með hagsmuni af verslun og þjónustu,
- – fjárfesta í greininni,
- – rannsóknaraðila í háskólaumhverfinu
og alla þá sem hafa áhuga á og vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun greinarinnar á Íslandi næstu ár.
Þá eru háskólanemar í greinum sem tengjast stafrænni þróun, framtíðarþróun í viðskiptalífi sérstaklega hvattir til að taka þátt.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING SMELLTU HÉR!
*Takmarkað sætaframboð!