Eflum samkeppni – aukum skilvirkni

Eflum samkeppni – aukum skilvirkni

Hvernig er hægt að efla samkeppni og auka skilvirkni?

Um þetta verður rætt á fundi á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. mars.
Fundurinn er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SVÞ, SAF, SAMORKU, SFF, SFS, SI, og Viðskiptaráð.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra flytur opnunarávarp.

Framsögufólk verða:

  • Antoine Winckler
    Yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton
    EU merger control, a procedural analysis: what works and what doesn‘t?
  • Katie Curry
    Hagfræðingur / meðeigandi hjá RBB Economics
    Merger control and international competitiveness: conflicting priorities?
  • Heimir Örn Herbertsson
    Sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður
    Merger control enforcement in Iceland – the eye of the needle?

Að erindum loknum verða pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Fundarstjórn og stjórn pallborðsumræðna verður í höndum Ásu S. Hallsdóttur, yfirlögfræðings samkeppnismála hjá Volvo í Svíþjóð.

Húsið opnar kl. 8:30 þar sem boðið verður upp á morgunmat fyrir alla fundargesti.
Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 9 og lýkur kl. 12.

Fyrir nánari upplýsingar og skráningu, smelltu hér! 

Aðalfundur SVÞ 13. mars 2025

Aðalfundur SVÞ 13. mars 2025

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU

Við minnum á aðalfund SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 13. mars 2025 kl. 11:00 á Parliament Hotel Reykjavík, Gamli Kvennó – Blái salur 2. hæð, Thorvaldsen stræti 2–6, 101 Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Ræða formanns SVÞ
2. Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
3. Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
4. Lýst kosningu formanns SVÞ
5. Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
6. Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
7. Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
8. Breytingar á samþykktum SVÞ
9. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

RÁÐSTEFNA SVÞ 2025 – UPPBROT: FÓLK – TÆKNI – SAMKEPPNI

Einnig minnum við á ráðstefnu samtakanna sem haldin er í kjölfar aðalfundar, kl. 13:00 á Parliament Hotel Reykjavík. Ráðstefna SVÞ er stærsta ráðstefna fólks og fyrirtækja í verslunar- og þjónustugreinum.

Ráðstefnan í ár fjallar um þær umbreytingar sem móta verslun og þjónustu á Íslandi í dag, undir þremur lykilþemum: FÓLK – TÆKNI – SAMKEPPNI. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér: https://svth.is/radstefna2025

Virðingarfyllst, f.h. stjórnar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

Jón Ólafur Halldórsson
Formaður SVÞ

Ráðstefna SVÞ 2025: Miðarnir rjúka út – tryggðu þér sæti áður en það er of seint!

Ráðstefna SVÞ 2025: Miðarnir rjúka út – tryggðu þér sæti áður en það er of seint!

Sala aðgöngumiða á hina árlegu ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu – er komin á fullt skrið og allt bendir til þess að miðarnir seljist upp á methraða, líkt og í fyrra.

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 13. mars 2025 á Parliament Hótel Reykjavík (Gamli Nasa) og ber yfirskriftina UPPBROT – Fólk – Tækni – Samkeppni. Þar munu helstu sérfræðingar, leiðtogar og frumkvöðlar í verslun og þjónustu ræða nýjustu strauma og tækifæri framtíðarinnar.

Sérstök áhersla verður lögð á mannauðsmál, stafrænar lausnir og samkeppnishæfni í síbreytilegu umhverfi. Þeir sem vilja tryggja sér sæti þurfa að hafa hraðar hendur, þar sem viðbúið er að ráðstefnan verði uppseld fljótlega.

Tryggðu þér miða strax!
Nánari dagskrá og miðasala fer fram hér: https://svth.is/radstefna2025

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að tengjast lykilaðilum í atvinnulífinu og fræðast um framtíð verslunar og þjónustu á Íslandi!

ATH! Félagsfólk SVÞ fær sjálfkrafa 10% afslátt við kaup á fimm eða fleiri aðgöngumiðum.

Við hlökkum til að sjá þig!

Tilnefndu fyrirlesara á ráðstefnu SVÞ 2025!

Tilnefndu fyrirlesara á ráðstefnu SVÞ 2025!

Ráðstefnustjórn SVÞ leitar að fyrirlesurum fyrir ráðstefnu SVÞ sem fram fer á Parliament Hotel Reykjavík þann 13. mars nk. Bæði er hægt að tilnefna sjálfa/n/t sig og aðra.

Með „fyrirlestri” og „fyrirlesari” er ekki einungis átt við hefðbundið form fyrirlestra heldur fögnum við ýmsum meira „interactive” formum. Á síðustu ráðstefnu var mikil ánægja með þær lotur sem áhorfendur gátu tekið virkan þátt, s.s. „Á trúnó”, þar sem tveir sérfræðingar í tilteknu efni ræddu saman og áhorfendur tóku þátt með spurningum eða umræðum.

Fyrirlesarar eru hvattir til að stíga enn lengra út fyrir boxið til að koma skilaboðum sínum á framfæri á sem áhugaverðastan hátt.

Á ráðstefnunni verða 3 línur sem hver og ein hafa meginþema: Samkeppnishæfni, tækni og fólk. Innan þessara þemu rúmast fjölbreytt efni og gefa efnisorð ráðstefnunnar til kynna ýmsa möguleika (sjá frekar hér).

Þú finnur allar frekari upplýsingar, og form til senda inn tilnefninguna hér.

Við hlökkum mikið til að vita hvaða spennandi, áhugaverðu og upplýsandi lotur við sjáum í mars nk.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Þórönnu K. Jónsdóttur í Ráðstefnustjórn – thoranna@thoranna.is.

Ársfundur atvinnulífsins 2024

Ársfundur atvinnulífsins 2024

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.

Dagsetning: 19. september nk.
Staður:  Silfurberg, Harpa
Tími:      15:00 – 17.00

Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands. Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins beinum við kastljósinu að grænni orku og grænum lausnum. Við ræsum þá vegferð á Ársfundi atvinnulífsins 19. september undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir.

Nánari dagskrá fundarins er kunngjörð síðar í ágúst.

Skráning nauðsynleg HÉR! 

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu uppá 25 ára starfsafmæli samtakanna með glæsilegri ráðstefnu á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll undir heitinu ‘Framtíðin bíður ekki’

Við komum til með að birta öll myndbönd frá ráðstefnunni á næstu dögum, en hér kemur smá stemningsmyndband sem gefur innsýn inn í ráðstefnuna.