28/05/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn“
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í fréttatíma RÚV í kvöld þar sem hann sagði m.a. að uppgangur kínverska netverslunarrisans Temu í Danmörku gefi til kynna hvernig þróunin getið orðið hér á landi.
Temu hefur rutt sér til rúms á skömmum tíma um álfuna, með lágu vöruverði og miklu úrvali.
Andrés segir að Temu hafi í raun ekki hafið markaðssetningu hér á landi en fróðlegt verði að fylgjast með þróuninni.
„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn, með markaðskapital upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, nokkuð sem aldrei hefur sést áður. Í samanburði hafi markaðsfé AliExpress á sínum tíma verið smámunir.“
Sjá alla frétt og viðtal við Andrés inn á RÚV.is
27/05/2024 | Fréttir
Fagnám verslunar- og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands útskrifar 2 nemendur í ár.
Fagnám Verslunarinnar er nám á framhaldsskólastigi ætlað starfsfólki í verslun. Fagnám er fyrir starfandi verslunarfólk sem býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.
Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.
Námið er hýst í Verslunarskóla Íslands.
Núna í vor voru útskrifaðir tveir nemendur, þeir eru starfsmenn Krónunnar.
- Sigrún Elva Gunnarsdóttir
- Sigurður K. Guðmundsson
Markmið námsins er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlun.
Upplýsingar um námið má finna hér.
Mynd: Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, Sigrún Elva Gunnarsdóttir, Sigurður K. Guðmundsson og Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri Verslunarskóla Íslands.
24/05/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birtir í dag niðurstöður frá netverslun Íslendinga á fötum.
Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð.
Viðskiptahættir okkar eru fjölbreyttir og breytast með tímanum.
Nýjasta könnun RSV sýnir að sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, við hættum ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta.
Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun.
- Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa.
- Tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun.
- Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar (eingöngu einstaklingar) flytja inn, eru föt eða skór (45,5%).
- Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023.
- Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun.
Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu Veltan.is.
24/05/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Viðskiptablaðið greinir í dag frá nýundirrituðum tollasamningi Íslands við Kína.
Í frétta blaðsins kemur m.a. fram að fyrr í þessum mánuði skrifuðu kínversk tollayfirvöld og ríkisskattstjóri undir svokallaða AEO-vottun á tollaráðstefnu í Shenzhen í Kína. Samhliða samkomulaginu sem Kína gerði við Ísland var einnig undirritaður svipaður samningur við afríska ríkið Búrúndí.
AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni.
Að sögn skattsins er kerfinu er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Íslensk fyrirtæki sem gegna hlutverki í þessari vörukeðju geta sótt um að hljóta slíka vottun.
SMELLA HÉR fyrir alla greinina.
15/05/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.
Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.
09/05/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali við Mbl.is í dag að viðvarandi skortur á lyfjafræðingum sé hér á landi og slegist sé um hvern þann sem útskrifast frá háskólanum. „Ef þarna verður ekki breyting á mun það hafa í för með sér alvarlega röskun á starfsemi apótekanna í sumar, ekki síst í apótekum á landsbyggðinni,“ segir Andrés ma. í viðtalinu. Útlit sé fyrir að nýútskrifaðir lyfjafræðingar fái ekki útgefin starfsleyfi fyrr en í júlí og geti þ.a.l. ekki hafið störf í apótekum fyrr en þá.
Smelltu HÉR fyrir allt viðtalið frá 9. maí 2024