06/10/2021 | Fréttir, Innra starf, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin
Við vekjum sérstaklega athygli á því að staðsetningu aðalfundar faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi hefur verið breytt og verður fundurinn nú haldinn á Teams.
Skráðir þátttakendur munu fá aðgangsupplýsingar sendar eigi síðar en kl. 8:00 að morgni fundarins.
16/09/2021 | Flutningasvið, Fréttir, Menntun, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Stjórnvöld, Upptaka
Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar.
Frambjóðendur fengu spurningarnar sendar fyrirfram svo þeir gætu undirbúið sig. Spurningarnar voru um eftirfarandi mál:
- Hvað þeim fyndist um aðgerðir núverandi stjórnvalda þegar kemur að stafrænni umbreytingu og stafrænni hæfni í atvinnulífinu og á vinnumarkaði.
- Hvort þau styddu aðkomu stjórnvalda að stafrænum hæfniklasa sem í dag standa að SVÞ, VR og Háskólinn í Reykjavík.
- Hvað þau hyggist gera varðandi stafræna hæfni og umbreytingu atvinnulífs og vinnumarkaðar?
- Hvernig tryggja skal að grunnmenntakerfið (grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar) og sí- og endurmenntunarkerfið geti sem best mætt þörfum atvinnulífsins.
- Hvernig þau teldu að bæta mætti gæði opinberra innkaupa.
- Hver afstaða þeirra væri til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
- Hvernig þau sæu fyrir sér hlutverk sjálfstætt starfandi sérgreinalækna.
- Hvort þau teldu að heimila ætti starfsemi fleiri sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva.
- Hver afstaða þeirra væri til útvistunar verkefna hins opinbera til einkaaðila.
- Hvernig þau myndu beita sér fyrir slíkri útvistun.
- Hver þeirra afstaða væri til endurskoðunar fyrirkomulags fasteignaskatta.
- Hvort þau teldu þörf á stuðningi við landbúnaðinn bæði í formi beinna styrkja og tollverndar eða hvort einn stuðningur ætti að nægja.
- Hversu langt þeim finnist að stjórnvöld eigi að ganga í viðleitni sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
- Hvaða þáttum stjórnvöld þurfi að gæta í vegferð sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
- Hvaða vegaframkvæmdir þau vilji sjá settar á oddinn í samgönguáætlun.
- Hvernig þau hygðust stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.
Þegar hafa svör nokkurra frambjóðenda um hin ýmsu mál verið birt á Facebook síðu SVÞ (facebook.com/samtok.vth) en verulega verður gefið í næstu daga og hver málaflokkur tekinn fyrir einn dag í einu.
ATH! Ekki eru öll svör allra frambjóðenda birt heldur er valið úr.
Viðmælendur
Eftirfarandi frambjóðendur voru teknir tali. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera ný á vettvangi Alþingiskosninga og að vera í sætum sem gera þau nokkuð líkleg til að komast inn á þing.
- Björn Leví Gunnarsson, Píratar – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
- Fjóla Hrund Björnsdóttir, Miðflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
- Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 1. sæti í Suðurkjördæmi
- Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
- Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum – 1. sæti í Suðurkjördæmi
- Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsókn – 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
- Valgarður Lyngdal, Samfylkingunni – 1. sæti í Norðvesturkjördæmi
Hvenær get ég séð hvað?
Hér má sjá hvenær hver málaflokkur verður birtur*:
Þegar er búið að birta nokkur viðtöl í nokkrum málaflokkum. Á næstunni verða svo öll viðtölin birt eftir málaflokkum.
Stafræn hæfni og umbreyting – 15. september – hefur þegar verið birt
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 16. september
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 17. september
Menntakerfið – 18. september
Opinber innkaup, útvistun hins opinbera og fasteignaskattar – 19. september
Tollar og landbúnaður – 20. september
Fjölbreyttara atvinnulíf – 21. september
Forgangsmál í innviðauppbyggingu og orkuskipti í landflutningum – 22. september
*tímasetningar geta breyst
25/08/2021 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Stjórnvöld, Viðburðir
Nú kl. 16 hefst sérstakur fundur SA og SVÞ um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum. Meðal þeirra sem halda erindi eru Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hér fyrir neðan má sjá lifandi streymi frá fundinum, en honum er einnig streymt á Facebook viðburði og síðum samtakanna og á helstu fréttamiðlum.
DAGSKRÁ:
Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur
Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð: Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi
Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða: Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir
Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir: Samningagerð í heilbrigðisþjónustu
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi: Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi
Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
SJÁ STREYMIÐ HÉR: