Viðburður: Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð

Viðburður: Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð

Í aðgerðaáætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi meðal annars hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts í stefnum sínum, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt.

Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um „ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu“ í samstarfi við samtök, fulltrúa og félög úr atvinnulífinu, ásamt Umhverfisstofnun.

Næstkomandi miðvikudag verður haldinn viðburður undir yfirskriftinni Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð.

Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt. Markmiðið er að atvinnulífið grípi til aðgerða til að draga úr notkun plasts og auka hlut endurunnins plasts.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ FREKARI UPPLÝSINGAR, DAGSKRÁ OG SKRÁ ÞIG

 

SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland

SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland

SVÞ fagna mjög Klasastefnu fyrir Ísland sem kynnt hefur verið af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Samtökin fagna ekki síst þeim tækifærum sem í stefnunni felast til að takast á við hið stóra verkefni sem stafræn umbreyting er í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði. Við höfum nú í talsverðan tíma talað fyrir samstarfi á vettvangi stafrænu málanna og þegar komið á samstarfi við VR og HR og erum að undirbúa víðtækara samstarf. Klasahugmyndafræðin hentar einstaklega vel fyrir slíkt samstarf þar sem hún er sveigjanleg og auðvelt er að laga hana að ólíkum aðstæðum og áherslum. Klasasamstarf er frábær leið til að styðja við hraða breytingastjórnun og aðlögun á stórum skala, sem er einmitt það sem stafræn umbreyting felur í sér.

Í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan, og á Facebook síðu Atvinnuvegaráðuneytsins: Iðnaður / viðskipti / ferðaþjónusta / orka, kynna ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og verkefnastýra stefnunnar, klasastefnuna. Þá eru flutt þrjú örerindi, og er eitt þeirra frá Þórönnu K. Jónsdóttur, verkefnastjóra – stafræn þróun hjá SVÞ, auk erinda frá Þór Sigfússyni, stofnanda og stjórnarformanni Sjávarklasans og Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Eims. Að lokum er mjög áhugavert erindi frá Héðni Unnsteinssyni, stefnumótunarsérfræðingi í forsætirsráðuneytinu um stefnu, menningu og strúktúr í stjórnarráðinu.

Ef þú hefur áhuga á starfi SVÞ á sviði stafrænnar umbreytingar og samstarfsvettvangi um þau mál, smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig á póstlista og við munum láta þig vita þegar frekari fréttir berast af þeim málum.

Kynningarfundur: Redefining Reykjavík

Kynningarfundur: Redefining Reykjavík

SAF og SVÞ standa fyrir ZOOM félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynna markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.

Metþátttaka á vefverslunarráðstefnu og aðgangur opnaður enn frekar

Metþátttaka á vefverslunarráðstefnu og aðgangur opnaður enn frekar

Vel yfir 600 manns eru skráðir á vikulanga ráðstefnu SVÞ og KoiKoi fyrir vefverslanir sem nú stendur yfir og vakið hefur mikinn áhuga.  

Netverslun hefur aukist gríðarlega í kjölfar COVID-19. Fulltrúar SVÞ hafa áður lýst ánægju sinni með þróunina en jafnframt áhyggjum af gæðum netverslunar þegar margir flýta sér í þá vegferð sökum ástandsins. Því var ákveðið, í samstarfi við vefverslunarsérfræðingana í KoiKoi að efna til veglegrar vefverslunarráðstefnu sem opin yrði öllum endurgjaldslaust á netinu með því markmiði að efla gæði íslenskrar netverslunar. Innan SVÞ er fjöldi aðildarfyrirtækja með sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sem tengjast netverslun og því hæg heimatökin að fá góða aðila til að fjalla um þessi mál.  

„Það er ljóst að ímynd íslenskrar netverslunar byggist á gæðum allra netverslana hérlendis, smárra sem stórra, og sú ímynd hefur áhrif á upplifun viðskiptavina af íslenskri vefverslun og þar með velgengni hennar í heild. Það er því ekki nóg fyrir okkur að fræða félagsmenn okkar um þessi mál, heldur þurfum við að breiða boðskapinn víðar, og þetta er ein leiðin til þess.“ segir Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ. Hún bendir á að þetta sé þó aðeins lítið brot af því sem samtökin geri til að efla íslenskar verslanir, þó að þetta sé mikilvægt innlegg. 

„Íslensk verslun mætir síharðnandi samkeppni frá erlendum netverslunarrisum og eina leiðin til að mæta því er með því að efla íslenskar netverslanir svo að innlendir neytendur sjái þær sem vænlegan kost. Okkur er því ljúft og skylt að styðja við greinina í heild, enda hagsmunir íslenskrar verslunar, og fjölda starfa innan hennar, í húfi.“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtakanna. 

Ráðstefnan stendur yfir út vikuna. Skráningu lauk um helgina en vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að opna ráðstefnuna líka fyrir þeim sem ekki náðu að skrá sig í tíma. Upplýsingar má finna á www.svth.is/voxtur-og-bestun-vefverslana