


Menntamorgnar – hæfni í atvinnulífinu… hver ber ábyrgð á henni?

Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins 2021

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum
Nú kl. 16 hefst sérstakur fundur SA og SVÞ um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum. Meðal þeirra sem halda erindi eru Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hér fyrir neðan má sjá lifandi streymi frá fundinum, en honum er einnig streymt á Facebook viðburði og síðum samtakanna og á helstu fréttamiðlum.
DAGSKRÁ:
Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur
Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð: Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi
Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða: Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir
Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir: Samningagerð í heilbrigðisþjónustu
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi: Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi
Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
SJÁ STREYMIÐ HÉR:

Viðburður: Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
Í aðgerðaáætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi meðal annars hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts í stefnum sínum, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt.
Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um „ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu“ í samstarfi við samtök, fulltrúa og félög úr atvinnulífinu, ásamt Umhverfisstofnun.
Næstkomandi miðvikudag verður haldinn viðburður undir yfirskriftinni Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð.
Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt. Markmiðið er að atvinnulífið grípi til aðgerða til að draga úr notkun plasts og auka hlut endurunnins plasts.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ FREKARI UPPLÝSINGAR, DAGSKRÁ OG SKRÁ ÞIG
