22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Verslun, Þjónusta
Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.
Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021. Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.
Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR
01/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Stafræna umbreytingin
Leggjum af stað í stafræna vegferð – hverju þarf að huga að?
Þriðjudagurinn 5.apríl n.k. kl. 09:00 – 10:00
Dagskrá:
Áður en fyrirtæki leggja af stað í sína stafrænu vegferð þarf að huga að ákveðnum þáttum til þess að vera viss um að réttu skrefin séu tekin á réttum tíma í rétta átt. Mikilvægt er að undirbúa slíka vegferð vel með viðkomandi teymum innan fyrirtækja eða með því að fá utanaðkomandi ráðgjöf.
Fyrirlesari:
Linda Lyngmo – ráðgjafi hjá Júní
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
__________________________________
Stafræni hæfnisklasinn er samstarfsverkefni SVÞ, HR og VR
30/03/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Umhverfismál, Verslun, Þjónusta
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?
Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.
Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;
- Hvað er Framfaravogin?
- Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
- Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?
Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
14/01/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld, Viðburðir
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
11/01/2022 | Fræðsla, Innra starf, Menntun, Stjórnvöld
Sérsniðin fræðsla fyrir félagsfólk SVÞ.
SÞV og KPMG standa fyrir fræðslu fyrir félagsfólk Samtaka verslunar og þjónustu vegna ábyrgð félagsmanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Fyrirlesarar sérfræðingar KPMG
Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018. Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
ATH! Námskeiðið verður haldið á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
04/01/2022 | Fræðsla, Innra starf, Stafræna umbreytingin, Viðburðir
Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni;
Framtíðin er græn og stafræn, vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála
Hvernig getur fyrirtækið þitt vaxið og dafnað á tímum stafrænna umbreytinga og svarað kröfu samfélagsins til umhverfismála?
Upplifun viðskiptavina er ávallt í forgrunni hjá Krónunni. Umhverfið breytist, viðskiptavinir sömuleiðis og vill Krónan breytast í takt.
Til að svo verði þarf oft að taka framúrstefnulegar og djarfar ákvarðanir. Í erindinu verður fjallað um vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála á síðustu árum og hvernig þessir tveir mikilvægu þættir geta haldist í hendur.
Fyrirlesturinn verður í beinni á Zoom.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Síða 3 af 18«12345...10...»Síðasta »