Ráðherra bregst vel við ábendingum SVÞ við innleiðingu á kröfum til merkingar vara sem innihalda plast — vel gert ráðherra!

Ráðherra bregst vel við ábendingum SVÞ við innleiðingu á kröfum til merkingar vara sem innihalda plast — vel gert ráðherra!

Ný reglugerð Nr. 1144/2025 frá 5. nóvember 2025 um plastvörur hefur tekið gildi.   

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu vekja sérstaka athygli á að við setningu reglugerðarinnar gætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, íslenskra hagsmuna. 

Í stað þess að gerð yrði sú stífa krafa að ýmsar vörur sem innihalda plast, á borð við dömubindi, beri forprentaðar merkingar á íslensku ákvað ráðherra að merkingar innfluttra vara megi bera upprunalegan texta á dönsku, norsku, sænsku eða ensku. 

„Þetta er mjög jákvætt og óhætt að hrósa ráðherra fyrir framtakið. Við fögnum því að ráðherra hafi valið að fara þessa leið enda ljóst að ESB fór fram úr sér við setningu merkingarkrafna. Við berum virðingu fyrir viðhorfum þeirra sem leggja áherslu á íslenskt mál en teljum að fórnarkostnaðurinn vegna kröfunnar um íslenskar merkingar hefði orðið mikill og ósanngjarn og slík niðurstaða hefði ekki verið neinum til framdráttar.“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ. 

Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að tilteknar einnota plastvörur – eins og blautþurrkur, drykkjarglös og tóbakssíur – eigi að vera merktar á íslensku nema í tilviki innfluttra vara, þær megi verka merktar á dönsku, norsku, sænsku eða ensku.  Það þýðir að ekki þarf að útbúa séríslenskar vörur ef fyrirliggjandi vörur uppfylla þegar merkingarkröfur í nágrannalöndunum. Fyrir vikið minnka líkur á verðhækkunum verulega og ekki verður þörf á að taka af markaði vörur þeirra framleiðenda sem ekki uppfylla merkingakröfur.  

SVÞ telur þetta gott dæmi um þegar stjórnvöld og atvinnulíf ganga í takt. 

Pops áttu p? – tillögur fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkun skatta á ökutæki

Pops áttu p? – tillögur fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkun skatta á ökutæki

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur óskað eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leggi til hækkun vörugjalda af ökutækjum sem ætlað er að auka vörugjaldstekjur um hátt í 67% milli ára.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ og Bílgreinasambandsins (BGS), fjallar í grein á Vísi í dag, ‘Pops áttu p? um áhrif þessara breytinga.

Hvað gerist að öllu óbreyttu?

Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst, um næstu áramót:

  • Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur.
  • Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur.
  • Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur.
  • Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna.
  • Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna.
  • Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna.
En þetta er vitaskuld einungis leiðrétting! 

SMELLTU HÉR til að lesa greinina inn á VISI.

Íslenski neytandinn er ekki að sýna merki um samdrátt — enn sem komið er

Íslenski neytandinn er ekki að sýna merki um samdrátt — enn sem komið er

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, 7. nóvember 2025.

Sagði Benedikt þar m.a. að þrátt fyrir verðhækkanir og aukinn rekstrarkostnað finni verslunarmenn ekki fyrir verulegum samdrætti. „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt enn sem komið er,“ segir Benedikt.

Hann bendir á að hegðun neytenda sé þó að breytast – til dæmis með því að innkaup séu frestuð til mánaðamóta og fólk annað hvort kaupi ódýrari útgáfur innan sama vöruflokks eða nýti afsláttartímabil betur. „Það skiptist í tvennt, það er tilfærsla yfir á ódýrari hluta vara í sama vöruflokki. Það er þróun sem er búin að eiga sér stað síðustu tvö ár,“ segir Benedikt.

Jólaverslunin er hafin og fyrstu merki benda til að hún fari betur af stað en margir áttu von á. „Fyrstu merki eru allavega ekki að neytendur séu að halda að sér höndum,“ segir Benedikt.

LESTU ALLA FRÉTTINA INN Á VISI HÉR

BS Nám sem styrkir framtíð verslunar og þjónustu

BS Nám sem styrkir framtíð verslunar og þjónustu

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir í BS-nám í Stjórnun í verslun og þjónustu á vorönn 2026. Námið er sérhannað fyrir þá sem starfa í verslunar- og þjónustugreinum og vilja efla hæfni sína í stjórnunar- og rekstrarhlutverkum innan einnar stærstu atvinnugreinar landsins.

Námið er sveigjanlegt og aðgengilegt — engin skólagjöld, engin mætingaskylda og fyrirlestrar aðgengilegir hvar og hvenær sem er. Þetta gerir þátttakendum kleift að samræma vinnu og nám á eigin forsendum. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember – nánari upplýsingar má finna HÉR!

BS-námið í Stjórnun í verslun og þjónustu veitir traustan grunn að stjórnunarstarfi og styður við starfsþróun bæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Samkvæmt nýlegri grein SVÞ starfar fjórði hver Íslendingur í verslun og þjónustu, en samt er algengur misskilningur að störf í greininni séu aðeins byrjunarstörf.


„Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ.

Námstilboðið fellur vel að samstarfsverkefni SVÞ og VR Ræktum vitið, sem hvetur fyrirtæki í verslun og þjónustu til sí og endurmenntunar til að efla menntun og hæfni starfsfólks – því mannauðurinn er besta samkeppnisforskot greinarinnar.

Þegar kjörbúð lokar – versnar staða samfélaga

Þegar kjörbúð lokar – versnar staða samfélaga

SVÞ kallar eftir breytingum á rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum 

Lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri er meira en hefðbundin fækkun búða. Lífsgæði íbúa við Dýrafjörð skerðast.
Íbúar þurfa nú að aka 48 kílómetra í næstu verslun, fjarlægð sem er löng og oft erfið í vetrarfærð.  

„Þegar verslun lokar í litlu byggðarlagi skerðist ekki bara aðgengi að vörum – heldur kemur það niður að þjónustu, mannlífi og samfélagslegum gæðum“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, sem birti grein sem á Vísi í dag. 

Verslun sem samfélagsleg lífæð 

Hamona var ekki einungis dagvöruverslun heldur einnig afhendingastaður fyrir ÁTVR.   Sex aðrar verslanir víða um land, svo sem í Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík eru einnig afhendingastaðir ÁTVR. Þessar verslanir halda uppi þjónustu sem er nauðsynleg til að byggðir dafni.  Samkvæmt áætlunum SVÞ nam framlegð ÁTVR af sölu til íbúa Þingeyrar árið 2024 nær sexfaldri afkomu Hamonu árið 2022.  Þessi ávinningur féll Hamonu hinsvegar ekki í skaut. 

„Þetta eru fjárhæðir sem skipta sköpum í rekstri smærri verslana – fjárhæðir sem gætu jafnvel stuðlað að því að til staðar verði sæmilegar forsendur til heilsársreksturs.“ segir Benedikt. 

Tími til að endurskoða leikreglurnar 

SVÞ hafa lengi talað fyrir breytingum á fyrirkomulagi smásölu áfengis og leggja áherslu samkeppnishæfni.

„Við þurfum að skoða hvort núverandi fyrirkomulag þjónar landsbyggðinni eins og það á að gera,“ segir Benedikt. „Ef við viljum tryggja byggðafestu og mannlíf, þurfum við að huga að því hvernig við dreifum verðmætunum – ekki bara vörunum.“ 

Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað. Því er mikið undir að smærri verslanir fái svigrúm til að auka tekjur, þróa þjónustu og bæta rekstrarskilyrði.
Grein Benedikts S. Benediktssonar í heild má lesa á Vísi: Smelltu HÉR! 

Sjá viðtal við Benedikt á VISI.is 2.nóvember 2025: Smelltu HÉR!