21/10/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Fyrirtæki í verslun og þjónustu undir pressu.
Ný könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) sýnir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa auknar áhyggjur af rekstraraðstæðum á næstu mánuðum. Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru meðal þeirra sem vissulega finna fyrir álaginu, þar sem hækkandi verðbólga, launakostnaður og breytt neyslumynstur hafa þrengt að mörgum rekstraraðilum.
Fjárfestingar dragast saman
Niðurstaða könnunarinnar sýnir m.a. að fjárfestingavísitalan sem vísar til breytinga í fjárfestingu á milli ára hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. 34% stjórnenda gera ráð fyrir minni fjárfestingu í ár samanborið við árið áður, 21% gera ráð fyrir meiri fjárfestingu og 45% áætla að fjárfesting verði óbreytt milli ára. Fjárfestingar dragast mest saman í verslun og ýmissi sérhæfðri þjónustu en eykst mest í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu, fjármála- og tryggingastarfsemi og sjávarútvegi.
Launahækkanir helsti áhrifaþáttur verðlagsbreytinga
Sem fyrr telja stjórnendur að launahækkanir séu megin áhrifaþáttur verðhækkana hjá fyrirtækjunum sem þeir stýra. 52% stjórnenda setja launakostnað í fyrsta sæti sem verðhækkunartilefni, sem er þó lækkun um 17 prósentustig frá síðustu könnun. Hækkun aðfangaverðs er afgerandi í öðru sæti þar sem 24% stjórnenda telja að aðföng hafi mest áhrif. Aðrir þættir vega talsvert minna.
Skortur á starfsfólki fer minnkandi
Skortur á starfsfólki fer minnkandi á milli kannana en 73% stjórnenda telja sig ekki búa við skort á starfsfólki, samanborið við 69% í síðustu könnun. Skorturinn er minnstur hjá fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi en sem fyrr mestur í byggingariðnaði.
Smelltu hér til að lesa alla fréttina inná vef SA.is
14/10/2024 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.
Sjá nánar í skýrslunni hér.
Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.
27/09/2024 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Stjórnvöld
Sameiginleg yfirlýsing ASÍ og SA gegn vinnumannsali.
Í gær, fimmtudaginn 26.september tóku Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins höndum saman gegn vinnumansali á vel heppnaðari ráðstefnu í Norðurljósasal Hörpu.
Vinnumansal er að mati ASÍ og SA ólíðandi og nauðsynlegt að leita lausna til þess að uppræta slíka háttsemi. Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem flutt hafa um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem kemur hingað í atvinnuskyni.
Með vísan í allt framangreint skora ASÍ og SA á stjórnvöld að grípa til almennra aðgerða með sameiginlegri yfirlýsingu sem lesa má á hlekknum hér fyrir neðan.
Yfirlysing-ASI-SA.pdf (vinnan.is)
25/09/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, kom Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, fram og lýsti áhyggjum af stöðugum innbrotum í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Hann greindi frá því að erlendir glæpahópar séu nú sérstaklega virkir í að herja á íslenskar verslanir.
„Við höfum fengið upplýsingar um að þjófagengi frá útlöndum starfi hér á landi með mjög skipulegum hætti,“ sagði Benedikt ma. í viðtalinu.
„Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“
Samkvæmt Benedikt hafa verslanir orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessara innbrota. Hann hvatti bæði almenning og verslunareigendur til að vera á varðbergi. „Það er gríðarlega mikilvægt að verslanir efli sínar varnir, t.d. með því að endurskoða öryggismyndavélakerfi og tryggja að öryggisþjónustur séu virkar,“ sagði hann.
Benedikt minnti einnig á að lögreglan hafi ítrekað kallað eftir aðstoð almennings við að tilkynna grunsamlega hegðun.
Þjófgengi ræna af eldri konum
Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum.
Í grein Visis er vitnað í Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja.
„Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt.“
„Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ bendir Benedikt einnig á.
Hægt er að lesa alla greinina og horfa á viðtalið HÉR.
11/09/2024 | Fréttir, Umhverfismál
Saman gegn sóun: Ný stefna um úrgangsforvarnir kynnt í Iðnó
Verkefnið Saman gegn sóun stendur fyrir viðburði í Iðnó þann 4. október þar sem ný stefna um úrgangsforvarnir verður kynnt. Á viðburðinum munu sérfræðingar á sviði sjálfbærni deila hugmyndum og lausnum til að draga úr sóun og bæta nýtingu auðlinda. Þátttakendur munu hafa tækifæri til að forgangsraða hugmyndum og leggja fram sínar eigin.
Viðburðurinn er opinn öllum en skráning er nauðsynleg – Smelltu HÉR fyrir skráningu.
Þátttaka þín getur haft raunveruleg áhrif á hvernig við nýtum verðmæti betur og dregum úr sóun í framtíðinni.
Komdu með þína sýn á betri úrgangsstjórnun og taktu þátt í að skapa sjálfbærar lausnir fyrir framtíðina!
05/09/2024 | Fréttir, Umhverfismál
Frá 26. september til 6. október mun Umhverfismerkið Svanurinn standa fyrir markaðsherferð til að kynna Svansvottaðar vörur á Íslandi. Þessi herferð hefur það að markmiði að vekja athygli á því hversu mikið úrval af umhverfisvænum vörum er til staðar og hversu mikilvæg Svansvottun er til að tryggja sjálfbærni.
Við hvetjum verslanir og fyrirtæki til að deila upplýsingum um Svansvottaðar vörur í þeirra vöruúrvali og taka þátt í þessari herferð sem styður neytendur við að velja skynsamlegri vörur fyrir umhverfið.
Hægt er að senda upplýsingar beint á svanurinn@ust.is. Og Umhverfisstofnun sér til þess að vörurnar verði skráðar og kynntar í tengslum við Svansdaga 2024.
Hjálpum neytendum að velja græna framtíð – Svansvottaðar vörur fást víðar en þú heldur!