Eru grænu skattarnir orðnir… gráir? Ábending frá SVÞ, SAF & SFS

Eru grænu skattarnir orðnir… gráir? Ábending frá SVÞ, SAF & SFS

Í gær, 4. desember 2025, birtist á Vísi sameiginleg grein Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra SVÞ, ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS og Jóhannesi Þór Skúlason, framkvæmdastjóra SAF.

Í greininni er bent á að þó grænir skattar eigi að hvetja til losunarsamdráttar geti greiðendur í ýmsu tilliti ekki breytt hegðun sinni. Fyrir vikið hækkar skattarnir kostnað heimila og fyrirtækja. Stjórnvöld hafi á undanförnum árum lagt nýja skatta og kvaðir ofan á þá skatta og kvaðir sem fyrir eru, án þess að nokkuð liggi fyrir um hvort hvatarnir skili árangri.

Þar með skapist hætta á að skattlagningin verði „grá“ – hvorki gagnsæ né markviss.

Greinina á Vísi má lesa í heild sinni á visir.is.- HÉR! 

Fréttamolar SVÞ | Nóvember 2025

Fréttamolar SVÞ | Nóvember 2025

Í fréttamolum nóvembermánaðar dregur SVÞ saman helstu mál sem snertu verslun og þjónustu í mánuðinum: frá áhrifum nýrrar PPWR-reglugerðar ESB á umbúðir og ábyrga markaðssetningu, yfir í fyrirhugaðar skattbreytingar á ökutækjum og hækkandi kostnað í bílageiranum, niðurstöður könnunar Rannsóknaseturs verslunarinnar um jólagjafir ársins, stöðu neysluhegðunar Íslendinga og áberandi árangur félagsmanna SVÞ í Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins — allt sett fram í hnitmiðuðu yfirliti í meðfylgjandi Fréttamolum.

 

FRÉTTAMOLAR SVÞ NÓVEMBER 2025.pdf
Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, Krónan og JÁVERK hljóta viðurkenningar á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, Krónan og JÁVERK hljóta viðurkenningar á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Heimar er Umhverfisfyrirtæki ársins 2025 – SnerpaPower, JÁVERK og Krónan einnig heiðruð á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 voru afhent á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag, 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í umhverfis- og loftslagsmálum og sýna í verki hvernig raunverulegur árangur næst með markvissum aðgerðum, nýsköpun og ábyrgri stjórnun.

Í ár voru fyrirtæki úr ólíkum greinum heiðruð — þar á meðal SVÞ fyrirtækin, Heimar og Krónan, sem og SnerpaPower sem fékk viðurkenninguna Umhverfisframtak ársins 2025 og JÁVERK sem fengu verðskuldaðar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sínum sviðum.


Heimar – Umhverfisfyrirtæki ársins 2025

Umhverfisviðurkenning atvinnulífsins 2025 Heimar

Í umsögn dómnefndar segir:

„Heimar er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Félagið hefur tekið afgerandi skref í átt að umhverfislega ábyrgri starfsemi og hefur forgangsraðað í þágu árangurs í umhverfismálum og sjálfbærni, hvort sem heldur er horft til ákvarðana í rekstri, fjárfestingum eða fjárfestingarákvörðunum.

Heimar hafa innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem tryggir að umhverfissjónarmið séu samþætt allri starfsemi félagsins. Með skýrri sýn, mælanlegum markmiðum og stöðugum umbótum hafa Heimar náð eftirtektarverðum árangri sem sést í fjölgun umhverfisvottaðra eigna, grænni fjármögnun, stýringu og vöktun orkunotkunar og minnkandi kolefnisspori. Heimar eru þannig ekki aðeins að fylgja þróuninni heldur að stýra henni með gagnsæi, ábyrgð og metnaði til að ganga lengra en lög og reglur segja til um.“



SnerpaPower – Umhverfisframtak ársins 2025

Tæknifyrirtækið SnerpaPower var heiðrað fyrir frumkvæði og nýsköpun á sviði raforkukerfa.

Úr umsögn dómnefndar:

„SnerpaPower hefur umbreytt því hvernig orkusækinn iðnaður nýtir raforku á Íslandi. Lausnin — byggð á gagnavísindum, gervigreind og vélnámi — gerir stórnotendum kleift að sjálfvirknivæða skammtíma ákvarðanatöku, bæta nýtni raforkukerfisins og styðja við orkuskiptin.“



Sérstök viðurkenning:
JÁVERK

„JÁVERK var fyrsti byggingarverktakinn á Íslandi til að fá ISO 14001 vottun og hefur leitt umbreytingu í byggingariðnaði í átt að sjálfbærni. Fyrirtækið stóð einnig að fyrsta stóra Svansvottaða verkefninu á Íslandi — miðbæ Selfoss.“



Sérstök viðurkenning:
Krónan  

Krónan, félagsaðili í SVÞ, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir öflugt starf í sjálfbærni og lýðheilsu.

Úr umsögn dómnefndar:

„Krónan vill hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Það hefur matvöruverslunin gert með því að beina kröftum sínum að umhverfi og lýðheilsu, bæði í starfsemi Krónunnar en einnig í fræðslu og miðlun til viðskiptavina til að hjálpa þeim að lifa heilsusamlegum og sjálfbærum lífsstíl.“


Dómnefnd 2025

Dómnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins skipuðu:

  • Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.

  • Elma Sif Einarsdóttir, forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá  Stika Solutions.

  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir,framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteinni.

Sjá nánari upplýsingar inn á vef SA.is – Smelltu hér! 

Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif

Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif

 „Kostnaðaráhrifin verða töluverð,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ í viðtali við Viðskiptablaðið 11.11.25.  Reglugerðin PPWR mun kalla á verulegar breytingar í virðiskeðju vara. 

Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR – Packaging and Packaging Waste Regulation) mun hafa víðtæk áhrif á íslenskan markað þegar hún verður innleidd hér á landi. Reglugerðin, sem öðlaðist gildi í ESB í febrúar 2025, hefur það markmið að draga úr magni umbúða og umbúðaúrgangs, auka endurvinnslu og styðja við hringrásarhagkerfið. 

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að regluverkið muni hafa áhrif á nær öll fyrirtæki í virðiskeðju vara.
„Áhrifin geta orðið margþætt, allt frá einskiptiskostnaði vegna breytinga á framleiðslu eða sölusvæði og uppbyggingu svæða til móttöku á endurnýjanlegum umbúðum til langtímakostnaðar vegna nýrra gerða umbúða,“ segir Benedikt.

Hann bendir á að reglugerðin muni krefjast mikils undirbúnings og að „heilt yfir má gera ráð fyrir að kostnaðaráhrif vegna PPWR verði töluverð.“

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng og vakti athygli í grein sinni í Viðskiptablaðinu fyrir stuttu að „í grunninn sé um jákvæða þróun að ræða“ en útfærslan verði að taka mið af íslenskum aðstæðum.

„Við erum lítið land í dreifðri byggð, háð innflutningi og með takmarkaða möguleika vegna smæðar markaðarins til að hafa áhrif á hönnun og framleiðslu umbúða erlendis,“ segir Guðrún. Hún leggur áherslu á „samræmda og raunhæfa innleiðingu“ og telur mikilvægt að stjórnvöld nálgist verkefnið í nánu samstarfi við atvinnulífið. 

Samtök verslunar og þjónustu hafa ásamt systursamtökum á Norðurlöndum þegar lagt fram tillögur um aðlögun að regluverkinu og vinna að því að tryggja að innleiðingin verði í takt við séríslenskar aðstæður. 

Lestu allt viðtalið og umfjöllunina inn á Viðskiptablaðinu HÉR! 

___________________
ATH! 
SVÞ, SI & Deloitte halda sérstakan kynningafund fyrir félagsfólk um innleiðingu PPWR þann 20. nóvember nk –
SMELLTU HÉR til að skrá þig. 

Ráðherra bregst vel við ábendingum SVÞ við innleiðingu á kröfum til merkingar vara sem innihalda plast — vel gert ráðherra!

Ráðherra bregst vel við ábendingum SVÞ við innleiðingu á kröfum til merkingar vara sem innihalda plast — vel gert ráðherra!

Ný reglugerð Nr. 1144/2025 frá 5. nóvember 2025 um plastvörur hefur tekið gildi.   

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu vekja sérstaka athygli á að við setningu reglugerðarinnar gætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, íslenskra hagsmuna. 

Í stað þess að gerð yrði sú stífa krafa að ýmsar vörur sem innihalda plast, á borð við dömubindi, beri forprentaðar merkingar á íslensku ákvað ráðherra að merkingar innfluttra vara megi bera upprunalegan texta á dönsku, norsku, sænsku eða ensku. 

„Þetta er mjög jákvætt og óhætt að hrósa ráðherra fyrir framtakið. Við fögnum því að ráðherra hafi valið að fara þessa leið enda ljóst að ESB fór fram úr sér við setningu merkingarkrafna. Við berum virðingu fyrir viðhorfum þeirra sem leggja áherslu á íslenskt mál en teljum að fórnarkostnaðurinn vegna kröfunnar um íslenskar merkingar hefði orðið mikill og ósanngjarn og slík niðurstaða hefði ekki verið neinum til framdráttar.“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ. 

Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að tilteknar einnota plastvörur – eins og blautþurrkur, drykkjarglös og tóbakssíur – eigi að vera merktar á íslensku nema í tilviki innfluttra vara, þær megi verka merktar á dönsku, norsku, sænsku eða ensku.  Það þýðir að ekki þarf að útbúa séríslenskar vörur ef fyrirliggjandi vörur uppfylla þegar merkingarkröfur í nágrannalöndunum. Fyrir vikið minnka líkur á verðhækkunum verulega og ekki verður þörf á að taka af markaði vörur þeirra framleiðenda sem ekki uppfylla merkingakröfur.  

SVÞ telur þetta gott dæmi um þegar stjórnvöld og atvinnulíf ganga í takt. 

Ný ESB-reglugerð um umbúðir – mikilvægt að greina áhrif á íslenskan markað

Ný ESB-reglugerð um umbúðir – mikilvægt að greina áhrif á íslenskan markað

Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR) tók gildi í desember 2024. Markmið hennar er að draga úr magni umbúða, auka endurvinnslu og efla hringrásarhagkerfið.

Í grein Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunnni, kemur fram að reglugerðin muni leiða til aukinna krafna á framleiðendur og seljendur vöru í Evrópu — og að nauðsynlegt sé að greina sérstaklega hvernig innleiðing slíkra reglna hefur áhrif á verð, vöruúrval og atvinnulíf á Íslandi.

Sjálfbærni verður að byggja á raunhæfum lausnum sem stuðla að bæði umhverfisvernd og rekstrarhæfni fyrirtækja í landinu.

📖 Lesa má grein Guðrúnar í heild sinni á vb.is.

Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 kl. 09:00 munu sérfræðingar Deloitte i samstarfi við SVÞ og SI halda fræðslufund á netinu um reglugerð PPWR.
Smelltu hér til að skrá þig til leiks.