Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Húsasmiðjan hefur sett í loftið nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp. Með smáforritinu geta viðskiptavinir Húsasmiðjunnar og Blómavals afgreitt sig sjálfir með lausn sem kallast „Skanna, borga út“ og komist þannig hjá afgreiðslukössum.

Meðal nýjunga býður appið einnig upp á greiðsludreifingu til allt að tólf mánaða sem getur hentað við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn.

SVÞ óskar Húsasmiðjunni Blómaval til hamingju með áfangann!

SJÁ UMFJÖLLUN UM NÝJA APPIÐ Í VIÐSKIPTABLAÐINU HÉR

Hefjum rekstur! Opið námskeið um stofnun fyrirtækja 3.nóvember 2021

Hefjum rekstur! Opið námskeið um stofnun fyrirtækja 3.nóvember 2021

Samtök atvinnulífsins bjóða upp á opið námskeið um stofnun fyrirtækja sem gagnast öllum sem hafa hug á að hefja rekstur.

Á námskeiðinu fara nokkrir af helstu sérfræðingum landsins yfir tíu lykilþætti er varða rekstur og stofnun fyrirtækja.
Fyrirspurnum verður einnig svarað.

Námskeiðið er í þremur hlutum og fer fram með rafrænum hætti.
Námskeiðið fer fram í streymi þrjá miðvikudaga í röð; 3. 10. og 17. nóvember og stendur yfir frá kl. 13:00 – 16:00.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram inná vef Samtaka Atvinnulífsins
https://sa.is/frettatengt/vidburdir/hefjum-rekstur-opid-namskeid-um-stofnun-fyrirtaekja

 

Útvistun verkefna – fögur fyrirheit en lítið um efndir

Útvistun verkefna – fögur fyrirheit en lítið um efndir

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ bendir á í grein sinni er birtist í Viðskiptablaðinu þann 30.október 2021 að þrátt fyrir fögur fyrirheit kosningar eftir kosningar er báknið alls ekkert á leiðinni burt, umsvif hins opinbera hafa aukist verulega og meiri tregða en nokkru sinni fyrr er á að fela einkafyrirtækjum verkefni sem betur eru komin þar en hjá hinu opinbera.

Starfsemi hins opinbera teygir anga sína inn á æ fleiri svið þjóðfélagsins. Ríkisrekin félög og stofnanir eru enn virkir þátttakendur á samkeppnismarkaði og eftirlitsstofnunum hefur hreint ekki fækkað á undanförnum árum.

Engu virðist skipta þó mörgum stofnunum reynist örðugt að sinna lögboðnu hlutverki sínu með ásættanlegum hætti.

Áfram skal haldið og ekki slegið af.

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA GREININA Í HEILD SINNI

Afhending dregist í COVID

Afhending dregist í COVID

Rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, í Fréttablaðinu 28. október þar sem hann segir ekki stefna í vöruskort hér á landi en að faraldurinn hafi haft áhrif á framleiðslukerfi heimsins. Afhendingartími ýmissa vara hafi dregist. „Það er einfaldlega vegna þess að ýmsir íhlutir, til dæmis í bíla og húsgögn, eru framleiddir á fáum stöðum í heiminum og það þarf ekki meira til en að einni verksmiðju sé lokað vegna Covid til að afhendingartíminn lengist.“

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI

Hlutverk byggingavöruverslunar í umhverfismálum

Hlutverk byggingavöruverslunar í umhverfismálum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum.

Í þættinum er farið vítt og breitt um það hvernig verslun eins og BYKO tekur umhverfismál föstum tökum með eftirtektarverðum hætti.

Hvernig fer BYKO að því að koma umhverfisstefnu fyrirtækisins og metnaði þess í umhverfismálum til skila, bæði til starfsfólks og viðskiptavina?

Hvaða tækifæri sjá þau til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í mannvirkjageiranum? Jafnframt ber hinn fræga plankastrekkjara úr gamalli BYKO auglýsingu á góma í viðtalinu.

Þetta og meira til í snörpum 20 mínútna umræðuþætti.

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins
Umhverfismánuður atvinnulífsins 2021 – Dagskrá – Samtök atvinnulífsins

Samtöl atvinnulífsins:
Samtöl atvinnulífsins | Podcast on Spotify